Fyrirtækjum „slátrað“ fyrir sæstreng?

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. mbl.is/Hari

„Ég skal fús­lega viður­kenna að ég ótt­ast inni­lega um at­vinnu­ör­yggi minna fé­lags­manna á Grund­ar­tanga eft­ir að í ljós kom að um­tals­verð hækk­un mun verða á raf­orku til Elkem, enda hef­ur fyr­ir­tækið í gegn­um árin og ára­tug­ina verið að berj­ast fyr­ir til­veru sinni.“

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness (VLFA), á Face­book-síðu sinni. Vís­ar hann til þess að Lands­virkj­un hafi til­kynnt í gær að raf­orku­samn­ing­ur við Elkem Ísland á Grund­ar­tanga myndi hækka um­tals­vert. For­svars­menn Elkem Ísland hafi verið bún­ir að reyna að ná samn­ing­um við Lands­virkj­un um allanga hríð en án ár­ang­urs. Mál­inu hafi að lok­um verið vísað til gerðardóms þar sem ekki náðust samn­ing­ar á milli fyr­ir­tækj­anna.

Hefði verið lokað og hundruð misst vinn­una

„Það ligg­ur fyr­ir að ef aug­lýst raf­orku­verð sem Lands­virkj­un vill fá fyr­ir raf­ork­una hefði orðið að veru­leika þá má segja að nán­ast ör­uggt hefði verið að fyr­ir­tæk­inu hefði verðið lokað og hundruð starfs­manna misst lífviður­væri sitt. Þrátt fyr­ir að Lands­virkj­un hafi ekki náð í gegn sínu aug­lýsta raf­orku­verði sem þeir vilja fá, þá mun þessi um­tals­verða hækk­un ógna rekst­ar­ar­for­send­um Elkem gríðarlega að mínu mati og um leið ógna ör­yggi þeirra sem þar starfa.“

Vil­hjálm­ur seg­ir að nán­ast frá þeim tíma sem Lands­virkj­un hafi samið við Ísal árið 2010 hafi ál­verið í Straums­vík verið rekið með tapi. Tel­ur hann að litlu hafi munað að því hefði verið lokað 2015. „Ég velti því fyr­ir mér hvort það sé stefna Lands­virkj­un­ar að slátra rekstar­for­send­um fyr­ir­tækja í orku­frek­um iðnaði hægt og bít­andi og segja svo þegar búið verður að slátra þess­um fyr­ir­tækj­um og svipta þúsund­ir starfs­manna lífsviður­væri sínu að núna sé svo mik­il um­framorka til að við verðum að samþykkja að leggja sæ­streng til Íslands.“

Lífsviður­væri þúsunda ógnað mark­visst

Spyr Vil­hjálm­ur hvar eig­enda­stefna Lands­virkj­un­ar sé í þessu máli og hvort stjórn­völd ætli „að leyfa Lands­virkj­un að ógna at­vinnu­ör­yggi þúsunda starfs­manna í orku­frek­um iðnaði og lífviður­væri heilu byggðarlag­ana eins og t.d. hér á Akra­nesi. Já, mín skoðun er sú að for­stjóri Lands­virkj­un­ar er mark­visst að ógna lífsviður­væri þúsunda starfs­manna í orku­frek­um iðnaði með því að krefja þessi fyr­ir­tæki um raf­orku­verð sem kipp­ir grund­velli þeirra til áfram­hald­andi at­vinnu­sköp­un­ar og upp­bygg­ing­ar hér á landi í burtu.“

Vil­hjálm­ur seg­ir að það sé „ekki dóna­legt fyr­ir Lands­virkj­un að vera búið að eyða háum upp­hæðum í að kanna kosti þess að hingað sé lagður sæ­streng­ur þegar hægt er að slátra orku­frek­um iðnaði með gríðarleg­um hækk­un­um á raf­orku­verði og segja svo „við verðum að fá sæ­streng því við eig­um svo mikið af ónýttri raf­orku til.““ Vil­hjálm­ur seg­ir eng­an vera að tala um að gefa raf­ork­una til orku­freks iðnaðar, enda verði ekki hægt að sjá að svo sé þegar horft sé á af­komu Lands­virkj­un­ar. Fjár­hags­staða fyr­ir­tæk­is­ins sé enda „gjör­sam­lega frá­bær.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert