„Veturinn neitar að yfirgefa okkur“

Svona var staðan eftir að Elísabet mokaði í morgun.
Svona var staðan eftir að Elísabet mokaði í morgun. Ljósmynd/Elísabet D. Sveinsdóttir

Ég þurfti að moka í morgun,“ segir Elísabet D. Sveinsdóttir, starfsmaður gistiheimilisins Blábjarga á Borgarfirði eystri, við mbl.is. Jörðin var hvít víða á Norðausturlandi í morgun.

Ljósmynd/Elísabet D. Sveinsdóttir

Spár gera ráð fyrir snjókomu á heiðum og til fjalla á norðaustanverðu landinu í dag og gætu akstursskilyrði orðið varhugaverð fyrir illa útbúna bíla.

Útlit er fyrir norðlægar áttir og kulda næstu daga en fram kemur á Facebook-síðu gistiheimilisins að veturinn neiti að yfirgefa svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka