Catalina komin til Reykjavíkur

Flugbáturinn Catalina lendir á Reykjavíkurflugvelli.
Flugbáturinn Catalina lendir á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Eggert Norðdahl

Flugbáturinn Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis, en Catalina kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í árlegri flugsýningu sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á laugardag.

Flug­bát­ur­inn var staðsettur á Íslandi á stríðsár­un­um og kem­ur nú aft­ur í fyrsta skipti, en hann er einn af þeim merki­legri í flug­sög­unni. Þjónuðu bát­arn­ir ís­lensk­um flug­sam­göng­um vel á fyrstu árum farþega­flugs. Að lokn­um flug­atriðum á laugardag mun gest­um gefast færi á að skoða flug­bát­inn í ná­vígi.

„Við hlökk­um mikið til laug­ar­dags­ins. Við erum með nokk­ur atriði sem ekki hafa sést hér­lend­is í fjölda ára svo sem flug­bát­ur og loft­belg­ur,“ var haft eftir Matth­íasi Svein­björns­syni, for­seta Flug­mála­fé­lags Íslands, um flug­sýn­inguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert