Semja um dagskrá þingsins

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að orkupakkinn geti ratað á …
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að orkupakkinn geti ratað á dagskrá í dag. mbl.is/Eggert

„Forseti ákvað að taka önnur mál á dagskrá í dag á meðan standa yfir viðræður milli þingflokksformanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um stöðuna í þinglegri meðferð þriðja orkupakkans.

Fundur þingflokksformana hófst klukkan 14:30 og segir hann vel geta gerst að málið komi aftur á dagskrá í dag.

„Þetta er tímabundin frestun á að taka fyrir orkupakkamálið, eins og er eru engin önnur áform en að halda þeirri umræðu áfram. Spurningin er bara sú hvort önnur mál verði rædd áður,“ útskýrir Birgir.

Hann segir hefðbundið á þessum tíma að þingflokksformenn fundi og fara yfir þau mál sem bíða afgreiðslu, en aðspurður viðurkennir hann að kringumstæðurnar séu einstakar nú vegna málþófs Miðflokksins sem hefur staðið í um tvær vikur.

Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins lögðu það til á miðvikudag að umræður um orkupakkann yrðu færðar aftast á dagskrá þingsins.

Spurður hvort sú tillaga verði til umræðu á fundi þingflokksformanna svarar Birgir: „Það er eitt af því sem verður til umræðu í þessu sambandi, en það liggur ekkert fyrir um niðurstöðu í því og getur málið dottið inn á dagskrá – þess vegna – í dag ef svo ber undir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert