Fylgi flokka nánast óbreytt

Fylgi stjórnmálaflokka er nánast óbreytt milli mánaða.
Fylgi stjórnmálaflokka er nánast óbreytt milli mánaða. mbl.is/Árni Sæberg

Fylgisbreytingar í nýjum þjóðarpúlsi Gallups er smávægilegar en mestu breytingarnar milli mánaða eru að þessu sinni hjá Miðflokknum og Vinstri grænum. Þá segja 10% svarenda að .þeir myndu kjósa Miðflokkinn en 8,9% sögðu hið sama í síðasta mánuði. Fylgi VG minnkar aðeins og er nú 12,4% en var 13,3%.

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins og mælist með 23,4% sem er næstum óbreytt miðað við 23,6% í síðasta mánuði. Framsóknarflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi og mælist með 8,5% stuðning, en var 8%. Samanlagt styðja 44,3% svarenda flokka sem mynda ríkisstjórn ámóti 44,9% í síðustu könnun Gallups.

Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi en Flokkur fólksins, en sá fyrrnefndi mælist með 3,7% fylgi sem er nánast óbreytt. Flokkur fólksins nýtur stuðnings 3,2% svarenda sem er minni fylgi en síðast þegar það var 4%. Óvíst hvort flokkarnir myndu ná kjöri væri kosið í dag.

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og næst stærsti flokkur landsins í könnuninni með 16,6% fylgi, flokkurinn fékk 16,2% síðast. Píratar mælast með nánast óbreytt fylgi eða 11,2%. Það sama á við um Viðreisn sem nýtur stuðning 11% svarenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert