Vonir sem virðast bresta

Fækkun flugferða til landsins hefur víða áhrif.
Fækkun flugferða til landsins hefur víða áhrif. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru al­var­leg tíðindi. Þetta mun koma illa við alla. Þær von­ir sem menn höfðu virðast vera að bresta. Þetta mun auka vand­ann hjá okk­ur,“ seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, formaður FHG - Fyr­ir­tækja í hót­el og gistiþjón­ustu, um ákvörðun flug­fé­lags­ins Delta Air Lines að hætta að fljúga til Íslands yfir vet­ur­inn og fækk­un ferða breska flug­fé­lags­ins ea­syJet á sama tíma.

Kristó­fer bend­ir á að von­ir hafi verið bundn­ar við að flug­fé­lög myndu bæta við flug­ferðum í haust sem kæmu inn í staðinn fyr­ir þær flug­leiðir sem WOW air skildi eft­ir sig þegar það fór í þrot. Í stað þess að bæta við er dregið úr flugi. Sam­keppn­in er minni eft­ir að WOW air hvarf af markaði og vænt­an­lega mun það hækka verð. 

Frá ára­mót­um hafa verið ýmis teikn á lofti varðandi framtíð ferðaþjón­ust­unn­ar hér á landi og mögu­legt bak­slag. Í síðustu spá Isa­via sem var gef­in út í janú­ar var aukn­ing í árstíðarsveiflu. „Mark­mið hjá okk­ur núm­er eitt, tvö og þrjú hef­ur verið að minnka árstíðarsveifl­una í ferðaþjón­ust­unni og að fá betri dreif­ingu ferðmanna um landið. Þetta var ákveðið bak­slag,” út­skýr­ir Kristó­fer.

Síðasta spá Isa­vaia var gef­in út áður en flug­fé­lagið WOW air var tekið til gjaldþrota­skipta. Kristó­fer seg­ist bíða óþreyju­full­ur eft­ir nýrri spá Isa­via því for­send­ur þeirra til að spá fyr­ir um þró­un­ina eru nokkuð góðar, að hans sögn.

„Sjald­an er ein bár­an stök“

„Við höf­um áhyggj­ur af sumr­inu og líka vetr­in­um. Við erum að taka stöðuna í ljósi aðstæðna,” seg­ir hann. Í því sam­hengi vís­ar hann til spár Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar sem gera ráð fyr­ir um 10-14% sam­drætti í ferðaþjón­ust­unni, að því sögðu vænt­ir hann að sam­drátt­ar næsta vet­ur.

Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu …
Kristó­fer Oli­vers­son er formaður Fé­lags fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG). Ljós­mynd/​Aðsend

„Sjald­an er ein bár­an stök. At­b­urðirn­ir und­an­farið eru eins og snjó­bolta­áhrif. Ég segi ekki að þetta sé al­veg eins og í hrun­inu og gos­inu í Eyja­fjalla­jökli sem kom ofan í það,“ seg­ir hann og bend­ir á að hót­el­in hafi þurft að taka á sig nokk­ur högg und­an­farið. Hann vís­ar til þreföld­un­ar á gistinátta­skatti sl. haust, falls WOW air, kyrr­setn­ing­ar Icelanda­ir á Max-vél­um sín­um og í kjöl­farið þurfti fé­lagið að fella niður ferðir, verk­föll starfs­fólks í hót­el- og gistiþjón­ustu snemma í vor og nú fækk­un flug­ferða þess­ara tveggja flug­fé­laga til lands­ins.

Vill að ríkið herði eft­ir­lit með „skugga­hag­kerf­inu“

Kristó­fer kall­ar eft­ir aðgerðum stjórn­valda og borg­ar­inn­ar til að minnka höggið sem er fyr­ir­séð að ferðaþjón­ust­an standi frammi fyr­ir. Hann bend­ir á að leiðir til „að létta róður­inn“ séu fjöl­marg­ar. Hægt væri t.d. að efla markaðssetn­ingu fyr­ir næsta vet­ur þ.e.a.s. að Íslands­stofa fari í markaðsátak, fella niður gistinátta­gjöld, lækka fast­eigna­skatt og herða eft­ir­lit með „skugga­hag­kerf­inu“ og vís­ar hann til Airbnb, íbúða- og sum­ar­húsa­leigu til ferðamanna.

„Ríkið get­ur einnig hert enn frek­ar eft­ir­lit með „skugga­hag­kerf­inu“. Það er dap­ur­legt í þess­ari stöðu að búa við að helm­ing­ur fram­boða á her­bergj­um í miðborg­inni er í skugga­hag­kerf­inu. Airbnb og sam­bæri­leg út­leiga er und­anþegin virðis­auka­skatti og gistinátta­skatti og þarf eng­in leyfi. Í þess­ari stöðu hljót­um við að kalla eft­ir veru­lega miklu átaki í þeim efn­um,” seg­ir hann.

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gull­foss. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Spurður hvort hót­el­in séu hrein­lega ekki orðin of mörg vís­ar hann því á bug. Hann árétt­ar að þeir sem leigja út eign­ir sín­ar á Airbnb verði að fara eft­ir regl­um. Þeir mega leigja út eign­ir sín­ar í 90 daga á ári. Kristó­fer hvet­ur yf­ir­völd til að ganga úr skugga um að regl­un­um sé fram­fylgt og tel­ur raun­ar að 30 dag­ar séu eðli­legri und­anþágu­tími fyr­ir heimag­ist­ingu. 

„Meðvirkn­in gagn­vart leyf­is­lausri gist­ingu er ótrú­leg“

Í þessu sam­hengi bend­ir hann á að fram hafi komið í ný­legri rann­sókn, sem kynnt var á veg­um Ferðamála­stofu, að um 70-80% íbúða í sum­um göt­um í miðborg Reykja­vík­ur sé búið að breyta í gisti­hús­næði und­ir merkj­um Airbnbb. „Það er stóri vand­inn. Þetta er svipað og að sjó­menn myndu landa helm­ingi afl­ans fram hjá kvót­an­um án þess að nokk­ur gerði at­huga­semd­ir. Við mynd­um aldrei líða það en meðvirkn­in gagn­vart leyf­is­lausri gist­ingu er ótrú­leg,“ seg­ir hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert