Hundar réðust á hrútlamb

00:00
00:00

„Það var þarna ull­arlarf út um allt,“ seg­ir Jó­hanna Arn­björns­dótt­ir, sem varð vitni að því að tveir hund­ar réðust á hrút­lamb á Mýr­um í Aust­ur-Skafta­fell­sýslu. Jó­hanna seg­ir í sam­tali við mbl.is ekki hafa tek­ist að skoða ástand fórn­ar­lambs­ins þar sem það hafi stokkið af stað þegar tæki­færi gafst.

Jó­hanna seg­ist hafa verið að aðstoða móður sína við að bera á pall­inn um hálf­sex að laug­ar­dags­kvöldi þegar at­vikið átti sér stað. Hún seg­ir hund­ana tvo hafa sloppið úr hunda­rækt sem er rek­in af ná­granna móður henn­ar. Þá hafi henni blöskrað svo að hún hafi til­kynnt at­vikið til lög­reglu. „Þetta er bara dýr­aníð.“

Jó­hanna hef­ur sent mbl.is nokk­ur mynd­bönd af at­vik­inu og í einu þeirra sést eig­andi hund­anna mæta á svæðið til þess að stöðva þá. „Þér kem­ur ekk­ert við hvað ger­ist inni á mínu landi,“ heyr­ist eig­and­inn segja. Svo seg­ir hann: „Þetta var slys, þetta var ekki ætl­un­in.“

Hundarnir tveir réðust til atlögu eftir að hafa sloppið úr …
Hund­arn­ir tveir réðust til at­lögu eft­ir að hafa sloppið úr hunda­rækt. Eig­andi hund­anna verður lík­lega áminnt­ur. Skjá­skot

Fær lík­lega áminn­ingu

Þor­steinn Bergs­son, dýra­eft­ir­litsmaður hjá Mat­væla­stofn­un, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regl­an á Höfn hafi haft sam­band við stofn­un­ina vegna máls­ins. „Við mun­um hafa sam­band við eig­anda hund­anna.“

„Þetta er nátt­úru­lega ill meðferð á sauðfé og varðar þá við reglu­gerð um meðferð sauðfjár. Þannig að ég hugsa að við mun­um skoða þetta, ég held það muni fara þannig að eig­and­inn fái áminn­ingu,“ seg­ir Þor­steinn.

Spurður um fram­haldið, svar­ar hann: „Það má nú kannski sjá það út úr mynd­bönd­un­um að þetta hafi verið ein­hvers kon­ar óhapp og að þetta hafi ekki verið nein ætl­un manns­ins að svona færi.“ Jafn­framt sé enn óljóst hvert um­fang áverka er „og líka hvað þetta stóð lengi yfir, þetta er al­veg hræðilegt að sjá þetta,“ seg­ir Þor­steinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert