Bætt aðstaða á flugvöllum

Vel búnir varaflugvellir eru nauðsynlegir fyrir flugið.
Vel búnir varaflugvellir eru nauðsynlegir fyrir flugið. mbl.is/Árni Sæberg

Unnið er að því að koma tillögum nefndar um eflingu innanlandsflugs og rekstur flugvalla í framkvæmd. Í þeim fólst meðal annars að sameina millilandaflugvellina fjóra í eitt kerfi undir stjórn og á fjárhagslegri ábyrgð Isavia.

Tilgangurinn er að byggja upp nauðsynlega aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem skilgreindir eru sem varaflugvellir Keflavíkurflugvallar.

Í tillögunum fólst að þjónustugjöld flugvallanna yrðu samræmd og gjald lagt á hvern farþega, 100 til 300 krónur, til að standa undir uppbyggingu aðstöðu á varaflugvöllunum. Verði af því lendir meginhluti kostnaðarins á alþjóðafluginu þar sem flestir farþegarnir eru.

Flugfélögin og öryggisnefndir flugmanna hafa varað við lélegri aðstöðu á varaflugvöllunum og talið það ógn við flugöryggi. Í skýrslu flugvallanefndarinnar kemur fram að gera þurfi akstursbrautir meðfram flugbrautum og fjölga flugvélastæðum á Akureyri og Egilsstöðum en þau eru aðeins fjögur á hvorum velli. Þá þurfi að byggja upp nýjar flugstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert