Sigurður Ingi um Miðflokkinn: Þér er ekki boðið

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundinum í kvöld.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundinum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Skilaboð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, til klofningsbrots flokksins í síðustu kosningunum, sem í dag er Miðflokkurinn, voru skýr í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag.

„Þér er ekki boðið,“ sagði Sigurður Ingi og vitnaði í þekkt lag rapphljómsveitarinnar XXX Rotweilerhunda. „Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur. Við höfum líka séð glöggt hvers vegna þetta brot átti ekki samleið með Framsókn,“ sagði Sigurður Ingi, sem sagði Miðflokkinn hafa lagt mikið á sig til að komast á dagskrá með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann.

Guðni Ágústsson virðist ánægður.
Guðni Ágústsson virðist ánægður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hægt að leggja sæstreng án aðkomu Íslendinga

Um orkupakkann sjálfan sagði Sigurður Ingi að orkumálin væru komin fyrir alvöru á dagskrá. Með orkupakka þrjú mun ekkert breytast nema að eftirlit Orkustofnunar verður betra og hagsmunir neytenda betur tryggðir, að sögn Sigurðar Inga.

„Og það er heldur ekki þannig að hægt sé að leggja sæstreng inn í landið án þess að Íslendingar komi þar að, skipulagsyfirvöld og sveitarstjórnir, orkufyrirtækin. Það er ekki hægt frekar en að Vegagerðin okkar ákveði að leggja göng í gegnum frönsku Alpana í trássi við vilja franskra yfirvalda,“ sagði formaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert