Mörg hundruð hjóluðu frá Hafnarfirði í Bláa lónið

Hjólað er frá Ásvallalaug um Kaldárselsveg þar sem eiginlegt rásmark …
Hjólað er frá Ásvallalaug um Kaldárselsveg þar sem eiginlegt rásmark er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 650 manns tóku í gær þátt í Bláa lóns þrautinni, en um er að ræða eina fjölmennustu hjólakeppni ársins þar sem hjólað er frá Ásvallalaug upp Krýsuvíkurveg og Djúpavatnsleið áður en komið er á Suðurstrandarveg, farið í gegnum Grindavík og að Bláa lóninu þar sem keppnin endar. Að lokum geta keppendur skellt sér í böðin til að skola af sér svita og ryk, en um er að ræða fjallahjólakeppni, þar sem góður hluti leiðarinnar er á grófum malar- eða moldarstígum.

Fyrstu kílómetrararnir eru farnir frá Ásvallalaug áður en eiginleg ræsing …
Fyrstu kílómetrararnir eru farnir frá Ásvallalaug áður en eiginleg ræsing er á Kaldárselsvegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ár kom Ingvar Ómarsson, núverandi Íslandsmeistari í bæði fjallahjólreiðum og götuhjólreiðum, fyrstur í mark á tímanum 1:38:28 eftir harða baráttu við Kristinn Jónsson, sem kom tveimur sekúndum seinna í markið, og Hafstein Ægi Geirsson, sem varð þriðji, rúmlega hálfri mínútu á eftir Ingvari.

Karen Axelsdóttir var fyrst í kvennaflokki á tímanum 01:53:55, en hún var með nokkuð forskot á Önnu Kristínu Pétursdóttur sem kom önnur og Hrefnu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur sem var þriðja.

Rúmlega 650 manns tóku þátt í ár í keppninni og …
Rúmlega 650 manns tóku þátt í ár í keppninni og fengu rjómablíðu. Eggert Jóhannesson

Leiðin er samtals um 60 kílómetrar með um 600 metra heildarhækkun. Hún er ein af fjórum greinum sem klára þarf í fjölþrautinni Landvættir.

Ljósmyndari mbl.is tók nokkrar myndir af keppnisfólkinu á fyrri hluta leiðarinnar í gær.

Keppendur í Bláa lóns þrautinni hjóluðu af stað á áttunda …
Keppendur í Bláa lóns þrautinni hjóluðu af stað á áttunda tímanum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Framundan tæplega 60 km keppni.
Framundan tæplega 60 km keppni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fremstu menn koma á miklum hraða inn á Krýsuvíkurveg.
Fremstu menn koma á miklum hraða inn á Krýsuvíkurveg. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ingvar Ómarsson sem stóð uppi sem sigurvegari í gær er …
Ingvar Ómarsson sem stóð uppi sem sigurvegari í gær er hér lengst til vinstri í hvítum galla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hjólað upp Krýsuvíkurveginn.
Hjólað upp Krýsuvíkurveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bláa lóns þrautin.
Bláa lóns þrautin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bláa lóns þrautin.
Bláa lóns þrautin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bláa lóns þrautin.
Bláa lóns þrautin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bláa lóns þrautin.
Bláa lóns þrautin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert