Hefnd fyrir móttökurnar í Leifsstöð

Şenol Güneş, landsliðsþjálfari og İrfan Kahveci, leikmaður Tyrklands, á blaðamannafundi …
Şenol Güneş, landsliðsþjálfari og İrfan Kahveci, leikmaður Tyrklands, á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tyrkneski hakkarahópurinn Anka Neferler Tim gerði tvær tölvuárásir á vefsíðu Isavia í dag, samkvæmt tyrkneska fjölmiðlinum Yeni akit. Hópurinn hafi svarað fyrir móttökurnar sem landslið Tyrklands í knattspyrnu fékk við komuna til Íslands í gærkvöld.

Þetta kemur fram á vefsíðu Yeni akit en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla.

Málið er rakið á vef Yeni akit þar sem segir að tyrkneska liðið hafi þurft að bíða í um þrjár klukkustundir á flugvellinum.

Ljósmynd/Twitter

Greint var frá því fyrr í dag að frá því að flug­vél tyrk­neska landsliðsins lenti í Kefla­vík og þar til þeir sem voru um borð voru komn­ir út úr komu­sal flug­stöðvar­inn­ar hafi liðið ein klukku­stund og 23 mín­út­ur.

„Við bíðum ekki þegjandi meðan landsliði okkar er sýnd vanvirðing,“ segir í einni færslu Anka Neferler Tim á Twitter.

Þar greinir hópurinn frá því að hann standi að baki árásunum á vefsíðu Isavia og að árásunum verði haldið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert