17 frumvörp afgreidd það sem af er degi

Fjölmörg frumvörp hafa verið afgreidd á Alþingi í dag.
Fjölmörg frumvörp hafa verið afgreidd á Alþingi í dag. mbl.is/​Hari

17 frumvörp hafa verið afgreidd á Alþingi í dag, öll með miklum meirihluta atkvæða. Meðal þeirra er frumvarp um lækkun á virðisaukaskatti á tíðavörur, helgidagafrumvarp dómsmálráðherra sem á að auka frelsi til atvinnurekstrar á helgidögum þjóðkirkjunnar, lýðskólafrumvarp menntamálaráðherra og umferðalög, sem Alþingi kaus nú um í 11. skipti, en sá kafli þeirra sem snýr að  hjálmaskyldu hefur verið nokkuð umdeildur.

Tók um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is frum­varpið til um­fjöll­un­ar að nýju í síðustu vikulok og aft­ur­kallað þá breyt­ing­ar­til­lögu þess efn­is að hjálma­skylda á reiðhjól­um yrði til 18 ára ald­ur í stað 15 ára ald­ur eins og nú er. Þess í stað lagði nefnd­in til að hjálma­skylda verði til 16 ára ald­urs og nái því til allra barna á grunn­skóla­aldri og var frumvarpið samþykkt með þeirri breytingu.

Fjöldi mála, sem eru í 2. umræðu eru enn á dagskrá þingsins og er þriðji orkupakkinn svo nefndi 38. mál á dagskrá. Þessa stundina er 21. dagskrárliður, loftslagsfrumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til umræðu og gerði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna,  grein fyrir áliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpinu. Nokkra athygli hefur þá vakið að allir þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá vegna frumvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert