Menn hafi hugsað sinn gang

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/​Hari

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Alþing­is er ekki bjart­sýnn á að þinglok ná­ist fyr­ir 17. júní en tel­ur engu að síður ann­an tón kom­inn í Miðflokks­menn.

„Ég held að menn hafi hugsað sinn gang og velt ýmsu fyr­ir sér eft­ir að þetta róaðist aft­ur og menn sneru sér að því að ræða og af­greiða önn­ur mál. Ég held að það hafi verið góð breyt­ing síðdeg­is á fimmtu­dag og all­an föstu­dag­inn þegar betri takt­ur komst í þetta,“ seg­ir hann og kveðst von­ast til þess að þannig haldi það áfram.

Þing­fund­ur hefst í dag klukk­an 10.30. Fyrst er óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími á dag­skrá til 11.15 og og svo taka við sautján mál sem eru kom­in í þriðju umræðu. Í mörg­um þeirra má að sögn Stein­gríms bú­ast við því að greidd verði at­kvæðið um málið at­huga­semda­laust. Á meðal þeirra kunna að vera mál eins og frum­varp til breyt­ing­ar á um­ferðarlög­um og frum­varp um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, sem bæði hafa farið í nefnd­ir og komið aft­ur út í sam­komu­lagi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert