Þegar heimurinn breytist, þá breytist NATO

Jens Stoltenberg sótti Ísland heim í dag.
Jens Stoltenberg sótti Ísland heim í dag. Kristinn Magnússon

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að friður í aðild­ar­ríkj­um banda­lags­ins sé síður en svo sjálf­sagður. Horf­ast þurfi í augu við að aldrei verði að fullu komið í veg fyr­ir hryðju­verk og þegar aðild­ar­ríki NATO verði fyr­ir slík­um árás­um leiti hann í per­sónu­lega reynslu sína síðan hann stóð frammi fyr­ir hryðju­verk­un­um í Útey og Ósló í júlí 2011, þegar hann var for­sæt­is­ráðherra Nor­egs og þurfti að hug­hreysta þjóð sína. Hann seg­ir að mik­il­vægi ríkj­anna á Norður­slóðasvæðinu fyr­ir NATO fari vax­andi og að Ísland gegni mik­il­vægu hlut­verki inn­an banda­lags­ins á marg­an hátt.

Stolten­berg var stadd­ur hér á landi í boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í dag þar sem hann átti vinnu- og sam­ræðufundi með Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra. 

Síðar um dag­inn hélt hann er­indi á op­inni mál­stofu á veg­um Alþjóðamála­stofn­un­ar HÍ, ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og Varðbergs og eft­ir þann fund gaf hann sér tíma til að setj­ast niður til viðtals með blaðamanni Morg­un­blaðsins. Stolten­berg var kát­ur eft­ir fund­inn sem hann sagði einkar vel heppnaðan og hann væri síður en svo þreytt­ur eft­ir öll funda­höld dags­ins. „Ég er korn­ung­ur maður og það þarf meira til að þreyta mig,“ sagði hann hlæj­andi. „All­ir þess­ir fund­ir minna mig á kosn­inga­bar­átt­una í gamla daga.“

Jens Stoltenberg á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs …
Jens Stolten­berg á fundi á veg­um Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, Varðbergs og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í Nor­ræna hús­inu í dag. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

Ófyr­ir­sjá­an­leiki og brota­kennt ástand

Áður­nefnd­ur fund­ur var hald­inn und­ir yf­ir­skrift­inni NATO og Ísland í 70 ár: Öflug sam­vinna á óvissu­tím­um. Spurður um hvaða óvissu NATO-rík­in búi við núna, 70 árum eft­ir stofn­un banda­lags­ins seg­ir Stolten­berg að hún fel­ist fyrst og fremst í ófyr­ir­sjá­an­leika.

„Á tím­um kalda stríðsins tók­ust aust­ur og vest­ur á á ýms­an hátt. Að hluta til var það ástand fyr­ir­sjá­an­legt; það var auðvelt að bera kennsl á hætt­urn­ar því þær komu fyrst og fremst úr einni átt; frá Sov­ét­ríkj­un­um. Ástandið í dag er brota­kennd­ara og flókn­ara ekki síst vegna fram­ferðis Rússa en einnig vegna ým­issa hryðju­verka­sam­taka víðs veg­ar í heim­in­um og ný tækni spil­ar þar inn í. Þetta er áskor­un fyr­ir NATO og það verður sí­fellt erfiðara að spá fyr­ir um hvaða ógn­ir við þurf­um að fást við á morg­un. Fáir hefðu getað spáð fyr­ir um hryðju­verk­in í Banda­ríkj­un­um 9/​11, vöxt ISIS eða netárás­ir sem ger­ast á hverj­um ein­asta degi.“

Í viðtal­inu, sem birt­ast mun í heild sinni í Morg­un­blaðinu á morg­un, seg­ir Stolten­berg sam­bandi NATO við Rússa best lýst sem tví­skiptu. NATO þurfi að sýna styrk, en á sama tíma sam­starfs­vilja. Hann seg­ir að fram­lag smárík­is á borð við Ísland sé mik­ils metið; hafa beri í huga að Ísland hafi verið eitt af stofn­ríkj­um NATO árið 1949. 

„Við meg­um ekki gleyma því að Ísland var eitt af stofn­ríkj­um NATO árið 1949, það var ná­kvæm­lega jafn herlaust þá og í dag og litlu sem engu fé var þá ráðstafað til varn­ar- eða ör­ygg­is­mála. Land­fræðileg staða lands­ins í miðju Atlants­haf­inu er mik­il­væg, t.d. hef­ur flug­völl­ur­inn í Kefla­vík skipt miklu máli í eft­ir­liti í lofti á norður­slóðum, ekki síst þar sem fleiri rúss­nesk loft­för, skip og kaf­bát­ar fara nú um Norður-Atlants­hafið en fyr­ir nokkr­um árum. Þá leik­ur Ísland mik­il­vægt hlut­verk við ýmsa þjálf­un inn­an NATO, m.a. í Af­gan­ist­an og Kósóvó,“ seg­ir Stolten­berg.

Jens Stoltenberg segir að aldrei verði að fullu komið í …
Jens Stolten­berg seg­ir að aldrei verði að fullu komið í veg fyr­ir hryðju­verk. Krist­inn Magnús­son

Í viðtal­inu rifjar hann einnig upp viðbrögð sín við hryðju­verk­un­um í Útey og Ósló 22. júlí 2011, en æðru­leysi hans og allr­ar norsku þjóðar­inn­ar vakti aðdáun og virðingu um heim all­an. Hann hef­ur deilt þess­ari reynslu sinni og sýn með þjóðarleiðtog­um í lönd­um þar sem hryðju­verk hafa verið fram­in. 

„Mér tókst að standa með eig­in gild­um þegar ég stóð frammi fyr­ir þess­um hræðilegu at­b­urðum árið 2011 og það eru þau skila­boð sem ég vil koma á fram­færi sem fram­kvæmda­stjóri NATO. Hryðju­verk eru grimmd­ar­verk, þau eru skelfi­leg en þegar við höf­um staðið frammi fyr­ir þeim þá virðist það besta í okk­ur koma fram; samstaða og kær­leik­ur,“ seg­ir Stolten­berg í viðtal­inu sem birt verður í heild sinni í Morg­un­blaðinu á morg­un.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka