Neisti frá útblæstri bíls dugar til

Eldur kom upp í sumarhúsi í Skorradal sumarið 2017 og …
Eldur kom upp í sumarhúsi í Skorradal sumarið 2017 og varð húsið alelda. mbl.is/​Pét­ur Davíðsson

„Það er ekki aft­ur tekið ef upp kem­ur eld­ur og aðstæður geta orðið vara­sam­ar,“ seg­ir Dóra Hjálm­ars­dótt­ir, ör­ygg­is­ráðgjafi og verk­fræðing­ur hjá Verkís. Al­manna­varn­ir greindu frá því í gær að óvissu­stigi hefði verið lýst yfir á Vest­ur­landi vegna langvar­andi þurrka og þá hef­ur viðbragðsáætl­un vegna gróðurelda í Skorra­dal verið virkjuð. 

„Fólk sem er á sum­ar­húsa­svæðum í þessu ástandi ætti að kanna hvort það sé með aðgang að vatni,“ seg­ir Dóra. Eins borg­ar sig að kanna hvort að sina eða þurr gróður sé al­veg upp við húsið og ef svo er, hvort hægt sé að hreinsa frá pall­in­um eða und­an hon­um. Þá þarf að hafa var­an á, sé fólk með eld­fim efni sem kviknað gæti í.

Skóg­rækt­in, Bruna­varn­ir Árnes­sýslu, Mann­virkja­stofn­un, Lands­sam­band sum­ar­húsa­eig­enda, Fé­lag slökkviliðsstjóra, Lands­sam­tök skóg­ar­eig­enda og Verkís eru með átak í gangi við kynn­ingu á gróðureld­um, hætt­um, for­vörn­um og viðbrögðum. Dóra hef­ur tekið þátt í þessu sam­starfi fyr­ir hönd Verkís, sem m.a. veit­ir ráðgjöf til skipu­leggj­enda, eig­enda og rekstr­araðila sum­ar­húsa­svæða vegna skipu­lags bruna­varna og viðbragða.

Reyk­ing­ar, einnota grill og fram­kvæmd­ir

„Það er mjög al­geng or­sök elds að verið er að grilla,“ seg­ir Dóra og nefn­ir einnota grill, litla bál­kesti, reyk­ing­ar og ýms­ar fram­kvæmd­ir sem al­geng­ar or­sak­ir.  „Það dett­ur von­andi eng­um í hug að fara að kveikja í flug­eld­um eða brenna sinu við þess­ar aðstæður, en það sem fólk átt­ar sig ekki endi­lega á er að neisti  frá út­blæstri bíls get­ur kveikt eld.“ Til að forðast slíkt eigi til að mynda að slökkva á bíl­um þegar þeir eru ekki í akstri.

Lögreglan á Vesturlandi vinnur hér að því að slökkva í …
Lög­regl­an á Vest­ur­landi vinn­ur hér að því að slökkva í sinu­elda. Mynd úr safni. mbl.is/​Lög­regl­an á Vest­ur­landi

Neista­mynd­un frá fram­kvæmd­um, þar sem t.d. er verið að saga, slípa eða skera get­ur líka verið mjög vara­söm við þess­ar aðstæður, sé þurr gróður er í ná­grenn­inu. Eins get­ur sum­um efn­um fylgt sjálfs­íkveikju­hætta. „Þannig get­ur til dæm­is kviknað í olíu­blaut­um tusk­um,“ seg­ir Dóra. „Það er því um að gera að dýfa þeim í vatn og henda svo í eitt­hvað málmílát þannig að það skap­ist ekki hætta.“

Best sé þó að láta all­ar fram­kvæmd­ir vera, sé mögu­leiki á að það skap­ist ein­hver hætta. „Þurfi menn hins veg­ar að vera að vinna þá ættu þeir að hafa slökkvi­tæki eða slöngu við hönd­ina,“ bæt­ir hún við.

Sinuklapp­ir og nornakúst­ar góður búnaður

Sam­starfs­hóp­ur­inn hef­ur gefið út bæk­ling­inn Gróðureld­ar — for­varn­ir og fyrstu viðbrögð og þá má leita ráða á vefsíðunni www.grodureld­ar.is um fyrstu viðbrögð og viðbúnað. Hóp­ur­inn hef­ur einnig staðið fyr­ir nám­skeiðum fyr­ir fé­lög sum­ar­húsa­eig­enda og þá var opin fund­ur hald­inn um málið  fyr­ir áhuga­sama í lok síðasta mánaðar.

Með þessu vilj­um við vekja fólk til um­hugs­un­ar um að þetta er raun­veru­leg hætta, seg­ir Dóra og kveður fólk geta gert margt til að draga úr eld­hættu með því að stunda bruna­varn­ir í sín­um ranni.

Bruna­varn­ir séu nokkuð sem þurfi að huga að til framtíðar á sum­ar­húsa­svæðum. Þannig þurfi að huga að að því að gróður­inn vaxi ekki inn und­ir bú­staðinn. Að í kring­um bú­staðinn sé svæði sem sé til­tölu­lega gróður­lítið og þar sem lítið er um eld­fimt efni. „Eins þarf að passa að safna ekki rusli eða öðru eld­fimu und­ir bú­staðinn,“ seg­ir Dóra.

„Þá þarf að vita hvert á að fara ef kvikn­ar í og vera þá með bruna­varn­ir, bæði inn­an húss og utan, í lagi.“  Hún bend­ir á að eld- eða sinuklöpp­ur og svo nefnd­ir nornakúst­ar, sem nota má til að berja niður gróðurelda, séu heppi­leg­ur út­búnaður úti við bú­staðinn.

Öku­leiðir geta teppst

Dóra bend­ir á að einnig sé mik­il­vægt að fólk sé búið að kort­leggja hvaða leiðir það kemst frá bú­staðnum, fari svo að gróðureld­ar kvikni, og hvar ör­uggu svæðin sé að finna. „Það get­ur komið fyr­ir að öku­leiðir tepp­ist, til dæm­is vegna þess að eld­ur­inn nær yfir veg­inn,“ út­skýr­ir hún og þá skipti máli að vita hvar ör­uggu svæðin sé að finna.

„Í Skorra­daln­um gæti ég til dæm­is ímyndað mér að þau væru niður við vatnið,“ seg­ir Dóra en ít­rek­ar þó að sér sé ókunn­ugt um hvort að búið sé að skil­greina slíka sam­komu­staði í Skorra­daln­um.

„Það er nokkuð sem þyrfti að gera fyr­ir all­ar sum­ar­húsa­byggðir, að skipu­leggja bruna­varn­irn­ar.“  Sú vinna er að henn­ar sögn víða kom­in í gang við nýrri sum­ar­húsa­byggðir. Á eldri svæðunum eru þessi mál hins veg­ar í ólestri og bera þess merki að gróðureld­ar voru ekki of­ar­lega á lista er þær byggðir risu á áður hrjóstr­ug­um svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert