Skarð fyrir skildi eftir að skúrinn fór

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Skaraskúr er farinn og kemur …
Nú er hún Snorrabúð stekkur. Skaraskúr er farinn og kemur ekki aftur. Kannski kemur torg í staðinn. mbl.is/Snorri

Skúrinn sem stóð fyrir utan World Class á Seltjarnarnesi, Skaraskúr, er farinn og í hans stað rís ekki annað hús. Hellur verða lagðar í sárið sem hann skilur eftir sig og verið er að meta í hvað má nota auða svæðið sem skapast.

Plássið er vissum vandkvæðum bundið vegna upphækkaðs kants sem gengur yfir planið og að sögn Gísla Hermannssonar sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarnessbæjar hafa menn þar á bæ verið í nokkrum vandræðum með hvað eigi að gera við plássið.

Skúrinn að aftan. Hann var orðinn lúinn og fyrri eigendur …
Skúrinn að aftan. Hann var orðinn lúinn og fyrri eigendur óskuðu eftir því við Seltjarnarnesbæ að hann yrði rifinn. Skjáskot/Google Maps

„Við byrjum á því að loka sárinu og helluleggja þetta og svo fer þetta í umræðu meðal stjórnenda,“ segir Gísli. Til greina komi að stækka plássið aðeins, jafna út misháa fleti þess og búa til lítið plan. Þá hafi komið til umræðu að hafa hjólageymslu á staðnum eða að World Class færi út einhver æfingatæki.

Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdóttir ráku Systrasamlagið á sínum tíma …
Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdóttir ráku Systrasamlagið á sínum tíma í Skaraskúr en fluttu reksturinn annað árið 2017. Svo leið tíminn og nú hefur skúrinn verið rifinn. Eggert Jóhannesson

Enginn hefur lýst yfir áhuga að sögn Gísla á því að hafa þarna rekstur. Þegar Skaraskúr var á svæðinu átti verslun þar erfitt uppdráttar sem kann í aðra rönd að hafa stafað af litlum áhuga á verslun á nákvæmlega þessum stað en í hina röndina af því að rekstraraðilar fengu ekki góða langtímasamninga við borgina um afnot af húsnæðinu, þar sem staðið hefur til í nokkurn tíma að rífa húsið. Sá var vandi systranna sem síðast ráku þarna verslun í samlagi, nefnilega Systrasamlagið.

World Class á Seltjarnarnesi. Til vinstri út frá þessari mynd …
World Class á Seltjarnarnesi. Til vinstri út frá þessari mynd stóð skúrinn. Ljósmynd/Worldclass.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert