Magnús Heimir Jónasson
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem eykur eftirlit sýslumanns með heimagistingum.
Í lögunum eru gerðar tvenns konar breytingar á starfssviði sýslumanns í tengslum við heimagistingu.
Annars vegar varðandi samræmingu á málsmeðferð og ákvörðun sekta milli skráningarskyldra og rekstrarleyfisskyldra aðila vegna leyfisskyldrar gististarfsemi og hins vegar skráningarskyldrar heimagistingar. Í öðru lagi er lögð til breyting varðandi eftirlit með skilum á nýtingaryfirlitum einstaklinga sem leigja út húsnæði sitt og skrá undir heimagistingu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), félagið fagna nýju lögunum.