Ríkisvæðingarstefna dauðans

Bæklunarlæknarnir Ragnar Jónsson og Ágúst Kárason eru afar ósáttur við …
Bæklunarlæknarnir Ragnar Jónsson og Ágúst Kárason eru afar ósáttur við heilbrigðisstefnuna sem samþykkt var nýlega. mbl.is/Ásdís

„Heil­brigðisráðherra virðist ekki skilja að reynsla sér­fræðilækna er ómet­an­leg, hún verður ekki met­in til fjár. Hún get­ur ekki skipu­lagt eða búið eitt­hvað kerfi í staðinn fyr­ir það. Ut­an­spít­ala­kerfi sem er rekið beint af sér­fræðing­um er af­leiðing af því að spít­ala­kerfið hef­ur ekki getað sinnt öll­um,“ seg­ir Ágúst Kára­son, bæklun­ar­lækn­ir og full­trúi Íslands í Fé­lagi evr­ópskra axla- og oln­boga­sk­urðlækna.

„Þetta er búið að þró­ast í ára­tugi, en það er eins og það sé heilaþvott­ur í gangi um það að það þurfi allt að vera rík­is­rekið inni á spít­öl­un­um en mis­skiln­ing­ur­inn er sá að sér­fræðikerfið, sem hef­ur alltaf verið með samn­ing við Sjúkra­trygg­ing­ar, er hluti af op­in­bera kerf­inu. Ef það leggst niður mun það þýða það að þjón­ust­an á spít­öl­un­um verður verri og það mynd­ast al­vöru tvö­falt kerfi,“ seg­ir Ágúst. 

Hann hitti blaðamann ásamt koll­ega sín­um, Ragn­ari Jóns­syni bæklun­ar­sk­urðlækni og þáver­andi for­manni Íslenska bæklun­ar­lækna­fé­lags­ins og nú­ver­andi for­seta Nor­rænu bæklun­ar­sk­urðlækna sam­taka til þess að ræða stöðuna sem upp er kom­in í þjóðfé­lag­inu varðandi heil­brigðis­kerfið en heil­brigðisráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, hef­ur beitt sér gegn nýliðun sér­fræðilækna utan sjúkra­húsa og komið  í veg fyr­ir að sér­fræðilækn­ar geti opnað stofu utan spít­ala.

Einka­rekst­ur af hinu illa?

„Það er ekk­ert nýtt að það eigi að gjör­bylta kerf­inu; þetta er allt sama tugg­an. Það er verið að finna upp hjólið aft­ur og aft­ur. Þessi þróun að færa þetta út í bæ varð án inn­gripa af rík­inu. Áður fyrr var nán­ast allt gert inn á spít­öl­um en svo þró­ast það þannig að það myndaðist meira álag á sjúkra­hús­in og þau gátu ekki sinnt smáaðgerðum. Það varð til þess að sér­fræðing­ar björguðu hlut­un­um sjálf­ir og opnuðu klíník­ur til þess að sinna því sem þurfti að sinna. Þetta var einkafram­tak og einka­rekst­ur en greitt af rík­inu og hluti af sjúk­ling­um,“ seg­ir Ragn­ar.

„Síðan hef­ur tækn­in þró­ast þannig að það er hægt að gera meira á styttri tíma og utan spít­al­ans. Það er búið að skoða þetta; hver aðgerð er ódýr­ari úti í bæ held­ur en á spít­öl­un­um. Þetta var rann­sakað fyr­ir löngu síðan. Enda ekk­ert skrítið! Hvers vegna á að taka skrúf­ur úr fæti inni á sjúkra­húsi, það er lé­leg nýtni á þeirri fjár­fest­ingu. En það er bara prinsip, einka­rekst­ur er af hinu illa og hann skal burt,“ seg­ir Ragn­ar.

Jap­anska lesta­rítroðsluaðferðin

Í dag fá sér­fræðilækn­ar á einka­stof­um um 500.000 heim­sókn­ir á ári; bæði í aðgerðir og viðtöl og spyrja þeir Ragn­ar og Ágúst hvert þess­ir sjúk­ling­ar eigi að fara í framtíðinni.

„Hverj­ir eiga að vinna þetta hvar er aðstaðan, þekk­ing­in og hver er kostnaður­inn? Er nóg pláss á göngu­deild­un­um?“ spyr Ragn­ar.

Hvað teljiði að yf­ir­völd vilji gera við þess­ar 500.000 heim­sókn­ir?

„Inn á sjúkra­hús­in, punkt­ur. Það verður notuð jap­anska lesta­rítroðsluaðferðin. Það er eng­in önn­ur leið,“ seg­ir Ragn­ar. „Þetta er rík­i­s­væðing­ar­stefna dauðans, þessi aðstaða er öll til hjá sér­fræðing­um utan spít­al­ans.“ seg­ir Ágúst

Lengj­ast þá ekki biðlist­ar?

„Það sjá all­ir nema þeir sem vinna í heil­brigðisráðuneyt­inu,“ seg­ir Ragn­ar.

„Ég er bú­inn að fylgj­ast með umræðum um heil­brigðismál í mörg, mörg ár og ég safna grein­um sem birt­ast í blöðum. Þetta er ná­kvæm­lega sama sem er alltaf verið að tala um; sparnaður, skort­ur á rúm­um, og að spít­al­inn kalli eft­ir skýr­ari stefnu. Hún er nú kom­in; allt sem er úti, fer inn á spít­al­ann,“ seg­ir Ragn­ar.

„Það þarf að viður­kenna þessi kerfi og láta þau vinna bet­ur sam­an. Það er fólk sem skil­ur ekki lækn­is­fræði sem er að skipu­leggja hvernig framtíðin á að vera; það var ekki talað við lækna. Það er heilaþvott­ur í gangi að þetta ut­an­spít­ala­kerfi kerfi sé ekki gott og það er rangt. Það á að nota okk­ur til þess að bæta þjón­ust­una og bæta flæðið,“ seg­ir Ágúst.

Fólkið sem gleymd­ist

Reyn­ir Arn­gríms­son lækn­ir og formaður Lækna­fé­lags Íslands seg­ist hafa gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við heil­brigðis­stefnu stjórn­valda þegar hún var í smíðum.
„Því miður virðist fátt eða ekk­ert af þeim hafa ratað inn í þings­álykt­un­ar­til­lög­una sem var samþykkt á Alþingi á dög­un­um. Í fyrsta lagi gerðum við at­huga­semd við hvernig staðið var að gerð áætl­un­ar­inn­ar. Þetta var fyrst og fremst sam­tal ráðuneyt­is­ins við for­stjóra heil­brigðis­stofn­ana á land­inu. Það var ekk­ert sam­ráð haft við fag­fé­lög starfs­manna í heil­brigðis­kerf­inu, ekk­ert sam­band við fé­lög heil­brigðis­fyr­ir­tækja eða all­an þann hóp sem vinn­ur sjálf­stætt að heil­brigðisþjón­ustu. Þetta fannst okk­ur mjög sér­kenni­leg vinnu­brögð,“ seg­ir Reyn­ir.

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki hafa haft …
Reyn­ir Arn­gríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, seg­ir heil­brigðisráðherra ekki hafa haft sam­ráð við lækna og annað heil­brigðis­starfs­fólk þegar ný heil­brigðistefna var í smíðum.



„Það voru haldn­ir kynn­ing­ar­fund­ir af hálfu ráðuneyt­is­ins og óskað eft­ir at­huga­semd­um sem við tók­um mjög al­var­lega. Við unn­um hér í stór­um vinnu­hóp­um í lækna­fé­lag­inu á síðasta aðal­fundi og voru hátt í sjö­tíu lækn­ar sem sett­ust yfir skýrsl­una. Við sáum margt já­kvætt í henni og töld­um mik­il­vægt að það væri mótuð heil­brigðis­stefna. En það vantaði mjög margt í stefn­una sem við bent­um á. Það var eins og allt það starfs­fólk sem vinn­ur sjálf­stætt hafi gleymst. Ég get nefnt SÁÁ. Hver er heil­brigðis­stefn­an varðandi sam­skipti við SÁÁ og meðferð á fíkni­sjúk­dóm­um til dæm­is? Reykjalund­ur er annað dæmi, einnig heilsu­stofn­un Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins, sjálf­stætt starf­andi sjúkraþjálf­ar­ar, sjálf­stætt starf­andi sál­fræðing­ar og sjálf­stætt starf­andi lækn­ar. Það var bara eins og allt þetta fólk væri ekki til.“

Ekk­ert um rétt­indi sjúk­linga

„Það er ekk­ert um rétt­indi sjúk­linga í stefn­unni. Það er ekk­ert um sjúkra­trygg­inga­rétt­inn. Við höf­um séð að það er deilt um hann núna vegna langra biðlista. Ætti ekki fé að fylgja sjúk­lingi frek­ar en stofn­un­um? Í dag er hægt að fá fé til að fara til einka­rek­inn­ar stofn­un­ar er­lend­is en ekki einka­rek­inna stofn­ana hér heima. Það vant­ar allt um sjúk­linga­rétt­inn. Við höfðum bent á að við vild­um fá umboðsmann sjúk­linga, sem við höfðum reynd­ar áður bent á. Við lögðum til að stofnuð yrði regn­hlíf­ar­sam­tök sjúk­linga­fé­laga og að ríkið tryggði því rekstr­ar­leg­an og fag­leg­an grunn. Það var ekk­ert hlustað á þetta. Það er mjög margt sem við hefðum viljað sjá inn í stefnu sem verið er að móta,“ seg­ir hann.
„Það stend­ur í heil­brigðis­stefn­unni að í gildi verði lang­tíma samn­ing­ar við er­lend há­skóla­sjúkra­hús. Það er gott og blessað en hvað um lang­tíma­samn­inga við þjón­ustu­veit­end­ur hér á Íslandi sem eru ekki rík­is­rekn­ir. Af hverju eru ekki lang­tíma­samn­ing­ar við SÁÁ? Við Reykjalund? Og sjálf­stætt starf­andi lækna. Það virðist vera hægt að semja til lengri tíma við ein­hverja aðila í út­lönd­um en það er ekki hægt að gera það hér inn­an­lands.“

Hver eru viðbrögð lækna við þess­ari nýju heil­brigðis­stefnu?
„Það kem­ur ekki á óvart að það hafi ekki náðst fram breyt­ing­ar. Það er ekki hlustað á það sem við höf­um verið að gera. Menn bíða núna eft­ir aðgerðaáætl­un­inni. Eitt er stefna og annað að út­færa hana. Við bíðum eft­ir að lækn­ar verði kallaðir að borðinu um hvernig eigi að út­færa stefn­una. Það hef­ur ekki orðið ennþá. Aðgerðaáætl­un­in skipt­ir í raun meira máli en stefn­an og þar von­umst við til þess að fá að taka á þeim agn­ú­um sem við höf­um bent á. Við bíðum eft­ir sím­tali úr ráðuneyt­inu.“

Ítar­leg viðtöl við Ragn­ar, Ágúst og Reyni eru í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert