Vilja úttekt á aðkomu að WOW

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist vilja fá skýra mynd …
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist vilja fá skýra mynd af aðkomu eftirlitsaðila að WOW air. mbl.is/Hari

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd legg­ur fyr­ir Alþingi í dag beiðni um að Rík­is­end­ur­skoðun geri út­tekt á aðkomu Sam­göngu­stofu og Isa­via ohf. að starf­semi og rekstri WOW air hf. í aðdrag­anda gjaldþrots fé­lags­ins.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og aðal flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að mark­miðið sé að fá „skýra mynd af því hvað þeir lög­bundnu eft­ir­litsaðilar vissu og voru að gera í aðdrag­anda falls WOW air og hvort öll­um regl­um hafi verið fylgt. Bæði hvað varðar fjár­veit­ing­ar eða ein­hvers­kon­ar íviln­un hjá Isa­via og líka mat á flugrekstr­ar­hæfi í til­felli Sam­göngu­stofu.“

Skoða hvort lög­um hafi verið fylgt

Í beiðninni er meðal ann­ars beðið um að greint verði frá því „hvernig Sam­göngu­stofu hafi tek­ist að upp­fylla hlut­verk sitt sam­kvæmt lög­um um loft­ferðir og reglu­gerð um sam­eig­in­leg­ar regl­ur um flugrekst­ur og flugþjón­ustu inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.“ Jafn­framt verði fjallað um það hvort verk­ferl­um inn­an stofn­un­ar­inn­ar hafi verið fylgt.

„Þá verði aðkoma Isa­via sér­stak­lega skoðuð með til­liti til hag­kvæmni, meðferðar og nýt­ing­ar rík­is­fjár sem og þess hvort farið hafi verið eft­ir samþykkt­um og verk­ferl­um fé­lags­ins í viðskipt­um þess við WOW air hf., m.a. út frá regl­um sam­keppn­islaga og rík­isaðstoðarreglna,“ að því er seg­ir í beiðninni.

Er blaðamaður spyr hvort ekki hafi verið ástæða til þess að skoða hlut Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í ljósi þess að vísað er til reglna sam­keppn­islaga, svar­ar Helga Vala svo ekki vera á þess­um tíma­punkti. „Það get­ur vel verið til­efni til þess síðar.“

Vildi strax út­tekt

„Við fór­um um leið að kalla inn gesti þegar ástandið [gjaldþrot WOW] varð ljóst og við svör­in þá varð ljóst að við þyrft­um að fara í ein­hverja skoðun. Ég óskaði strax eft­ir því inni í nefnd­inni um að það yrðu farið í óháða stjórn­sýslu­út­tekt á þessu,“ seg­ir Helga Vala og bæt­ir við að samstaða hafi verið um beiðnina í nefnd­inni.

Spurð hvort draga má þá álykt­un að nefnd­in telji vera vafa um hvort lög­um hafi verið fylgt í ljósi orðalags beiðninn­ar, seg­ir Helga Vala að það megi draga þá álykt­un að nefnd­in tel­ur fulla ástæðu til þess að skoða málið. Að öðru leyti geti hún ekki greint frá af­stöðu annarra nefnd­ar­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert