Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignasköttum íbúða og atvinnuhúsnæðis hafa aukist um tæplega 40 þúsund, reiknað á hvern íbúa borgarinnar, á fjórum árum, frá 2014 til 2018. Samsvarar þetta 37,4% hækkun á tímabilinu.
Fasteignaskattar skiluðu Reykjavíkurborg tæplega 146 þúsund krónum á hvern íbúa að meðaltali á árinu 2018. Næstu sveitarfélög eru Hafnarfjörður með 109 þúsund á íbúa og Akureyri með 107 þúsund.
Til samanburðar má geta þess að fasteignaskattar skila Seltjarnarneskaupstað 61 þúsund krónum á hvern íbúa og Akraneskaupstað 72 þúsund krónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.