Bókaverðirnir í Sólheimasafni fengu á dögunum senda áskorun um að kanna kynjahlutfall rithöfunda í bókakosti safnsins. Bókaverðirnir tóku sig til og könnuðu tvær reisulegar bókahillur sem höfðu að geyma íslenskar skáldsögur frá Á-N, alls voru þetta 1781 bækur í heildina.
Bókum eftir karla var snúið við í hillunum en bækur eftir konur voru látnar vera og það sama átti við um bækur þar sem höfundar voru af báðum kynjum. Niðurstöðurnar voru birtar í dag á Kvenréttindadaginn. Alls voru 1200 bækur eftir karla en 580 bækur voru eftir konur og ein var eftir höfund sem skrifaði undir dulnefni.
Bækur eftir karla voru því rúmlega 67% á meðan hlutfall bóka kvenhöfunda í hillunum sem fengu því að snúa rétt var tæplega 33%.