Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

Vigdís Hauksdóttir er fulltrúi Miðflokksins í borginni.
Vigdís Hauksdóttir er fulltrúi Miðflokksins í borginni. mbl.is/Hari

Einelt­is- og áreitni­steymi Ráðhúss Reykja­vík­ur­borg­ar rann­sak­ar kvart­an­ir skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, Helgu Bjarg­ar Ragn­ars­dótt­ur, vegna fram­göngu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur full­trúa Miðflokks­ins í borg­inni. Tæp­lega 100 blaðsíðna er­indi þess efn­is barst Vig­dísi með ábyrgðar­pósti í gær­kvöldi. 

Helga Björg tel­ur að sú fram­koma flokk­ist und­ir einelti og hef­ur óskað eft­ir form­legri rann­sókn Reykja­vík­ur­borg­ar. Rúv greindi fyrst frá. 

„Þetta snýst um þrá­hyggju emb­ætt­is­manns í minn garð,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir við mbl.is. Í mál­inu seg­ir Vig­dís að hún hafi tekið af­stöðu starfs­manns á gólfi gagn­vart emb­ætt­is­manni í kerf­inu og vís­ar til þess að dóm­ur hafi fallið í héraðsdómi varðandi mál Helgu Bjarg­ar. Vig­dís vís­ar til þess að Helga hafi fengið skömm í hatt­inn fyr­ir fram­komu sína gagn­vart sam­starfs­manni sín­um. Í dómn­um seg­ir að Helga gæti ekki komið fram við fólk eins og dýr í hring­leika­húsi.   

Vig­dís bend­ir á að Helga Björg sé ekki leng­ur aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, og sé á leið í ráðhúsið. 

Í bréf­inu kem­ur fram að Helga seg­ist ekki oft hafa hitt Vig­dísi en seg­ir hana hafa lagt sig í einelti. „Ég veit ekki leng­ur hvernig einelti geng­ur fyr­ir sig.“ Í bréf­inu er einnig skjá­skot af um 70 færsl­um Vig­dís­ar af tveim­ur Face­book-síðum henn­ar. „Það er búið að njósna um þess­ar síður.“   

Spurð hvort hún hafi eitt­hvað sagt um kon­una í færsl­um sín­um seg­ist Vig­dís ein­göngu hafa vísað í dómsorð héraðsdóms í máli Helgu. 

Á borg­ar­ráðsfundi sem hefst klukk­an níu í dag hyggst Vig­dís leggja fram bók­un um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert