Miskabætur í Hlíðamáli hópfjármagnaðar

Miskabæturnar sem Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Oddný Arnarsdóttir var gert …
Miskabæturnar sem Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Oddný Arnarsdóttir var gert að greiða í Héraðsdómi verða greiddar úr nýjum Málfrelsissjóði kvenna, sem til frambúðar á að vera til þess gerður að styðja konur sem eru dæmdar fyrir dómstólum fyrir að tjá sig um kynferðisofbeldi. Ljósmynd/Samsett

Tæp­lega ein og hálf millj­ón króna hef­ur safn­ast í net­söfn­un á Karol­ina Fund sem stofnað var til í kjöl­far þess að Hildi Lilliendahl Viggós­dótt­ur og Odd­nýju Arn­ars­dótt­ur var gert að greiða miska­bæt­ur vegna um­mæla sinna um kyn­ferðisof­beldi. 

Söfn­un­in fer fram hér og yf­ir­skrift­in er Mál­frels­is­sjóður. Fram­takið er sem sé til fram­búðar og í yf­ir­lýs­ingu seg­ir að sjóðnum sé ætlað að „standa straum af mál­svarn­ar­kostnaði og mögu­leg­um skaðabót­um sem kon­ur kunna að vera dæmd­ar til að greiða ef þær tjá sig um kyn­bundið of­beldi á op­in­ber­um vett­vangi.“

Á síðu Mál­frels­is­sjóðsins eru Hild­ur og Odd­ný ekki nefnd­ar á nafn ber­um orðum en ljóst er að hann var stofnaður í ljósi þeirra dóma sem féllu í þeirra mál­um. Og Hild­ur er væg­ast sagt ángæð með fram­takið: „Mikið óskap­lega er fólk fal­legt og gott,“ seg­ir hún og deil­ir hlekki á söfn­un­ina. 

Það eru þær Helga Þórey Jóns­dótt­ir, Anna Lotta Michael­sen, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir sem standa að söfn­un­inni. Þær hafa verið viðriðnar kven­rétt­inda­bar­áttu hver með sín­um hætti.

„Í ný­fölln­um héraðsdóm­um var meðal­upp­hæð miska­bóta til handa hvor­um manni um sig 185.000 krón­ur. Við það bæt­ast svo 600.000 króna mál­svarn­ar­laun og drátt­ar­vext­ir sem ætla má að verði allt að 100.000 krón­ur til handa hvor­um manni að meðaltali. Fram­lag þitt dug­ar fyr­ir 0,78% af miska­bót­un­um til eins manns,“ seg­ir í skila­boðum til þeirra sem leggja fram tíu evr­ur til söfn­un­ar­inn­ar, and­virði ríf­lega 1400 króna.

„Stofn­un mál­frels­is­sjóðs er ætlað að draga úr ótta kvenna við að tjá sig og tryggja að fjár­hags­á­hyggj­ur bæt­ist ekki við það and­lega og til­finn­inga­lega álag sem fylg­ir því að tala um kyn­bundið of­beldi. Mark­miðið er að sjóður­inn muni geta staðið und­ir mál­svarn­ar­laun­um og mögu­leg­um skaðabót­um sem kon­ur kunna að verða dæmd­ar til að greiða vegna umræðna um kyn­bundið of­beldi og nauðgun­ar­menn­ingu,“ seg­ir á síðunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert