Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Pétur …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Pétur Árni Jónsson (ásamt dyggri aðstoðarkonu) fyrir hönd Árlands skrifuðu undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog í hádeginu í dag. mbl.is/Hari

„Stóru tíðindin í dag er að við erum búin að ná endanlegum samningum við stærstu lóðahafana á lykilsvæðum uppi á Höfða sem gerir það að verkum að núna treysti ég mér til að fullyrða að við erum að fara af stað að umbreyta þessu spennandi svæði í blandaða byggð þar sem íbúðir verða mjög áberandi.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem í dag undirritaði í dag samkomulag fyrir hönd borgarinnar við Ingva Jónasson framkvæmdastjóra Klasa og Pétur Árna Jónssonar hjá Árlandi, um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og áætlað er að fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 13.000 íbúa auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi.

Fyrsta hverfið sem hannað er með borgarlínu í huga

Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið og verður hverfið því það fyrsta sem byggt er sérstaklega þar sem mið er tekið af borgarlínu.

„Tilkoma borgarlínunnar gerir okkur kleift að vera með þéttari byggð á þessu svæði og skapa þannig skemmtilegra og betra mannlíf og meiri þjónustu í nálægð og auðveldar færi fyrir fólk sem þarna mun búa því að þarna kemur fyrsti áfangi borgarlínu yfir Elliðaárvoginn og mun tengja höfðana meðfram Suðurlandsbraut og niður í miðbæ og við aðra hluta borgarlínunnar,“ segir Dagur.

Hann segir undirritun samkomulagsins í dag vera tímanna tákn. „Þarna erum við bæði að gera þetta kleift með því að kynna borgarlínunna til sögunnar en um leið getum við líka byggt öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi vegna tilkomu hennar.“

Aðspurður hvort tilvonandi íbúar geti reitt sig á að þessi áfangi borgarlínu verði fullgerði þegar byggðin tekur á sig mynd segir Dagur að svo verði. „Það er það sem við erum að tryggja núna í viðræðum við ríkið og við vorum að klára samkomulag við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að setja sameiginlega peninga á móti ríkinu í undirbúningsfasann á borgarlínunni.“

Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið. Eitt af …
Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið. Eitt af markmiðum uppbyggingarinnar er að stytta vegalendir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkurborgar með þéttri og nútímalegri borgarþróun. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Engin réttaróvissa um innviðagjaldið

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun við samþykkt samkomulagsramma um uppbyggingu á svæðinu á fundi borgarráðs í gær þar sem þeir fagna uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Ártúnshöfða en gera athugasemd við að lóðarhafi samþykki að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar svæðisins og innviða þess.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu samkomulagsins og segja mikla réttaróvissu ríkja um um lögmæti innviðagjaldsins. Því er Dagur ekki sammála. „Við erum alls ekki sammála því að það fylgi einhver óvissa því að við getum gert samninga við lóðarhafa um þátttöku og framlög til innviðauppbyggingar.“

Dagur segir það sameiginlega hagsmuni að lóðarhafar taki þátt í kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða hverfisins með greiðslu gjalda umfram gatnagerðargjald.  „Með sameiginlegri greiningu á því hvað þarf að setja mikinn kostnað í innviði, skóla, götur, brýr, torg, opin svæði og svo framvegis, þá er náð saman um ákveðna skiptingu á þeim kostnaði. Það er auðvitað augljóst að ef allur kostnaðurinn hefði lent á borginni og allur gróðinn hjá lóðarhöfum, þá hefði ekki verið forsvaranlegt að fara af stað.“   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert