Sumarleyfi starfsmanna í uppnámi

Þingið sefur aldrei. Hér er mönnun öllum stundum, allan ársins …
Þingið sefur aldrei. Hér er mönnun öllum stundum, allan ársins hring, og þótt þingmenn séu farnir í frí eru starfsmenn enn að. mbl.is/Ómar

Starf Alþing­is hef­ur orðið æ um­fangs­meira og flókn­ara á tækniöld, hrein sér­fræðivinna, og þingið stend­ur nú al­mennt leng­ur en áður. Slíkt kall­ar annaðhvort á fjölg­un starfs­fólks eða að þing­störf verði skipu­lögð bet­ur og starfs­áætl­un virt.

Þetta seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is. Síðasti þing­fund­ur fyr­ir sum­ar­frí var í gær og hef­ur þingi nú verið frestað til 28. ág­úst en þá er ráðgert að samþykkja þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og slíta svo þingi, áður en nýtt þing kem­ur sam­an 10. sept­em­ber.

Upp­haf­lega stóð til að þing­frest­un yrði 5. júní og því ljóst að veru­leg rösk­un hef­ur orðið á áætl­un­um. „Það má segja að sum­ar­leyfi séu í upp­námi hjá sum­um okk­ar,“ seg­ir Helgi aðspurður. Reynt sé að koma til móts við starfs­menn eft­ir því sem kost­ur er enda séu marg­ir bún­ir að gera plön fyr­ir sum­arið. Það sé þó vand­kvæðum bundið enda mörg verk­efni sér­fræðibund­in. „Það geng­ur því miður ekki að aug­lýsa bara eft­ir sum­ar­mönn­um,“ seg­ir Helgi.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lætur af störfum í lok ágúst.
Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, læt­ur af störf­um í lok ág­úst. mbl.is/​Golli


 

Þrátt fyr­ir að fund­um þings­ins hafi nú verið frestað er mik­il vinna óunn­in hjá starfs­mönn­um. Nauðsyn­legt er að ganga frá lög­um, lesa yfir þing­ræður, koma bréf­um upp í ráðuneyti og fleira sem til­heyr­ir starf­inu, og seg­ir Helgi að sú vinna taki að lág­marki hálf­an mánuð hjá mörg­um starfs­mönn­um.

Alþingi fund­ar mun oft­ar en önn­ur þjóðþing

Reglu­bundið þing­hald er á Alþingi fjóra daga vik­unn­ar, alla virka daga nema föstu­daga, og er það mun oft­ar en í ná­granna­lönd­um okk­ar. Má sem dæmi nefna að sænska þingið fund­ar tvisvar í viku og í Þýskalandi er aðeins fundað á fimmtu­dög­um, frá morgni til kvölds. Helgi bend­ir á að þess mis­skiln­ings gæti víða að starf þing­manna fel­ist einkum í þing­fund­um, þegar raun­in sé að bróðurpart­ur­inn af vinnu þing­manna séu aðrir nefnd­ar­fund­ir, aðrir fund­ir og svo auðvitað und­ir­bún­ing­ur.

Alls hef­ur þing fundað 129 sinn­um frá því það var sett 11. sept­em­ber í fyrra, og hafa þeir staðið í rúm­ar 865 klukku­stund­ir, en þeirra lengst­ur var þing­fund­ur um þriðja orkupakk­ann sem stóð í 24 klukku­stund­ir og 16 mín­út­ur, með hlé­um.

Það þing­mál sem fékk mesta umræðu var ein­mitt téður orkupakki en hann var rædd­ur í um 138 klukku­stund­ir. Af 262 frum­vörp­um urðu 120 að lög­um, 138 óút­rædd, eitt aft­ur­kallað, tveim­ur vísað til rík­is­stjórn­ar, en aðeins eitt fellt.

Af 53 munn­leg­um fyr­ir­spurn­um var 49 svarað en ein aft­ur­kölluð. Þá voru 515 skrif­leg­ar fyr­ir­spurn­ir lagðar fram, 340 þeirra svarað og 15 aft­ur­kallaðar en af­gang­ur­inn, 161 fyr­ir­spurn, bíður svars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert