Vilja ekki búa í 102

Árdís afhendir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra undirskriftalistann. Viðstödd eru Eyþór …
Árdís afhendir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra undirskriftalistann. Viðstödd eru Eyþór Arnalds og Efemía Mjöll Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Prýðifélagið Skjöldur

„Íbúar hverfisins hafa verið hlunnfarnir. Það hefur komið í ljós að íbúar hverfisins kæra sig ekki um að skipta um póstnúmer.“ Þetta segir Árdís Pétursdóttir, einn stjórnarmanna Prýðifélagsins Skjaldar - íbúasamtaka í Skerjafirði.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vetur samþykkti borgarráð að Vatnsmýrin fengi póstnúmerið 102. Þetta þýðir, nái tillagan fram að ganga eins og nú er útlit fyrir, að háskólarnir tveir, HÍ og HR, verði í póstnúmeri 102, og sömuleiðis Skerjafjörður sem tilheyrir nú póstnúmeri 101.

Árdís segir að íbúar Skerjafjarðar séu margir mótfallnir þessari tillögu, sér í lagi vegna þess hve hverfisvitundin í Skerjafirði sé sterk. Hún segir að borgaryfirvöld hafi beðið Prýðifélagið um umsögn um málið, hvar Prýðifélagið hreyfði mótmælum, en aldrei hafi verið haft samband við félagið aftur eftir það. Aðspurð um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir hún að sér skiljist að málið sé nú hjá póstnúmeranefnd sem fari með endanlegt ákvörðunarvald í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert