„Verður alltaf talað um Skerjafjörðinn“

Skerjafjörðurinn er að verða hluti af nýju póstnúmeri, 102. Því …
Skerjafjörðurinn er að verða hluti af nýju póstnúmeri, 102. Því póstnúmeri mun hann deila með Hlíðarenda og Nýja Skerjafirði, hverfi sem byggt verður upp á milli Skerjafjarðarbyggðarinnar, til vinstri, og flugbrautarinnar löngu sem sést hægra megin á myndinni. Hugsanlegt er að mótmæli við póstnúmerinu séu einnig mótmæli við hinni nýju byggð. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég get ekki séð neinar ástæður fyrir því að það ætti að vera slæmt fyrir þá að vera í 102,“ segir Birgir Þröstur Jóhannsson arkítekt um neikvæð viðbrögð Skerfirðinga við nýja póstnúmerinu sínu, 102.

Birgir er arkítekt og fyrrverandi íbúi í Skerjafirði en býr nú í Vesturbæ. Hann er í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar.

Birgir Þröstur Jóhannsson, arkítekt og stjórnarmaður í Íbúasamtökum Vesturbæjar, bjó …
Birgir Þröstur Jóhannsson, arkítekt og stjórnarmaður í Íbúasamtökum Vesturbæjar, bjó í Skerjafirðinum á sínum tíma. Hann sér ekkert slæmt við nýja póstnúmerið. Ljósmynd/Aðsend

„Ég bjó sjálfur í Skerjafirði og ég sæi ekkert á móti því að vera í 102. Ég skil þess vegna ekki alveg þessa gagnrýni en mig grunar að þetta snúist um að þeir vilji ekki að flugvöllurinn fari. Það er ákveðin taktík í því,“ segir hann.

„Kannski vilja þau ekki þessa tengingu við nýja hverfið, af því að þau vilja ekki nýja hverfið?“ spyr Birgir. Í 102 verður Skerjafjörður með nýja hverfinu þar, Reykjavíkurflugvöllur og nýja hverfið á Hlíðarenda, ef fram fer sem horfir.

Í máli íbúasamtaka Skerjafjarðarins í Morgunblaðinu, sem söfnuðu 300 undirskriftum gegn póstnúmerbreytingunni, kom fram að áformin „drægju úr hverfisvitundinni“ á svæðinu, sem alltaf hafi verið sterk. Birgir gefur lítið fyrir það. „Það verður náttúrulega alltaf talað um Skerjafjörðinn. Hverfið heitir það,“ segir hann.

Kæra sig ekki um að vera hluti af háskólahverfi

Hverfið hafi áður verið tengdara Vesturbænum, samanber að póstnúmerið hafi verið hið sama, en með flugvellinum hafi verið gerð skil á milli hverfina. „Göturnar sem voru þarna á milli voru fjarlægðar á parti. Í borgarskipulaginu 1936 átti Skerjarfjörður að vera partur af heildstæðri byggð, áður en flugvöllurinn kom í þeirri mynd sem hann er nú. Svo kom hann og þá skapaðist ákveðin sérstaða fyrir hverfið,“ segir Birgir. Þeirri sérstöðu vilji íbúarnir halda en Skerjafjörður er nokkuð einangraður frá annarri byggð vegna staðsetningarinnar.

Einnig var talað um að íbúarnir „kæri sig ekki um að vera hluti af háskólahverfi.“ Birgir spyr hvort það sé slæmt út af fyrir sig. „Svo verða þau ekki partur af háskólahverfi neitt frekar en allur Vesturbærinn. Þeir sem eru í háskólanum sækja í Vesturbæ og ég sé ekki af hverju það er slæmt að hafa háskólafólk þar,“ segir hann.

Nýja byggðin sem mun rísa verður um 1200 íbúðir.
Nýja byggðin sem mun rísa verður um 1200 íbúðir.

„Auðvitað mega þeir hafa sínar áhyggjur,“ segir Birgir. „Þetta nýja hverfi sem er verið að skipuleggja úti í Skerjafirði er ekki sérstaklega vel tengt við restina á borginni á meðan flugbrautin er,“ og vísar þar til Nýja Skerjafjarðar, sem stendur til að rísi á næstu árum við enda gömlu austur-vesturbrautarinnar á flugvellinum. Baráttan gegn póstnúmerinu kunni að tengjast þessum áhyggjum.

Twitter: Íbúasamtök Skerjafjarðar með húðflúr af póstnúmerinu

Frá því að þungar áhyggjur Skerfirðinga af þróuninni birtust í fjölmiðlum hafa margir velt málinu fyrir sér á Twitter. 

Póstnúmer eru mismikilvægur hluti af sjálfsmynd fólks.

Einhverjir sögðu tíma til kominn.

Símanúmer, póstnúmer, hvaða máli skiptir það, spyr einn.

Allt í sömu borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert