Við þurfum að tala um þjóðkirkjuna

Munkaþverárkirkja í Eyjafirði.
Munkaþverárkirkja í Eyjafirði. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Aðskilnaði rík­is og kirkju hef­ur verið líkt við hjóna­skilnað að borði og sæng, en lögskilnaður eigi eft­ir að fara fram og það er svona ágæt­is lík­ing út af fyr­ir sig,“ seg­ir Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands. Það er margt til í þess­ari sam­lík­ingu sem Agnes dreg­ur upp og marg­ir sem til henn­ar líta þegar aðskilnaður rík­is og kirkju er rædd­ur. Aðrir benda á að ríki og kirkja séu í raun aðskil­in vegna kirkjuj­arðasam­komu­lags­ins sem tók gildi 1. janú­ar 1998.

 Kirkj­an er að mörgu leyti mjög sjálf­stæð í sín­um innri mál­efn­um, en það er aðeins eitt sem bind­ur hana við rík­is­valdið, fjár­mál­in. Með kirkjuj­arðasam­komu­lag­inu var fjár­hag­ur rík­is­ins og kirkj­unn­ar fléttaður sam­an. Ríkið inn­heimt­ir sókn­ar­gjöld, greiðir laun presta, vígslu­bisk­upa og starfs­manna Bisk­ups­stofu og legg­ur fjár­muni í sjóði kirkj­unn­ar. Gegn því lét kirkj­an af hendi kirkjuj­arðirn­ar að und­an­skild­um prests­setr­un­um.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up Íslands. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hin evangelíska lút­erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal rík­is­valdið að því leyti styðja hana og vernda stend­ur í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands og hef­ur staðið síðan við feng­um fyrstu stjórn­ar­skrána frá frænd­um okk­ar Dön­um.

Þjóðkirkj­an er fjöl­menn­asta trú­fé­lag á Íslandi en um 67 pró­sent þjóðar­inn­ar eru skráð í hana. Fækk­un í þjóðkirkj­unni hef­ur staðið yfir í um 20 ár og ekki sér enn fyr­ir end­ann á henni. Árið 1998 voru 89,9 pró­sent lands­manna skráð í þjóðkirkj­una. Ýmis­legt hef­ur gengið á í gegn­um árin og má rekja fækk­un­ina meðal ann­ars til af­markaðra at­vika þar sem kirkj­an hef­ur staðið illa að mál­um að mati margra. Traust til þjóðkirkj­unn­ar hef­ur dvínað frá því að mæl­ing­ar Gallup hóf­ust árið 2001. Það ár sögðust 54 pró­sent aðspurðra bera mikið traust til þjóðkirkj­unn­ar en árið 2018 voru 30 pró­sent sem sögðust bera mikið traust til henn­ar.

„Það hef­ur orðið aðgrein­ing en ekki aðskilnaður“

Hjalti Huga­son, pró­fess­or við guðfræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir að það stand­ist ekki skoðun að ríki og kirkja séu í raun aðskil­in. Þjóðkirkj­an nýt­ur sjálfræðis gagn­vart rík­is­vald­inu en dóms- og kirkju­málaráðherra fer með sam­skipti við þjóðkirkj­una fyr­ir hönd rík­is­valds­ins.

„Ég held því fram að það hafi ekki orðið aðskilnaður rík­is og kirkju í þeirri merk­ingu sem er al­mennt lögð í það orðalag í kirkju­rétt­ar­legu sam­hengi. Í mín­um huga þýðir aðskilnaður rík­is og kirkju að annaðhvort séu eng­in tengsl og trú­fé­lög og kirkj­urn­ar séu bara öll sjálf­stæð eða þá að það séu að minnsta kosti eng­in sér­stök tengsl á milli rík­is­ins og ein­hvers eins trú­fé­lags. Þetta er ekki til­fellið hér, það eru tengsl á milli allra trú- og lífs­koðun­ar­fé­laga sem hafa þá stöðu að vera skráð og þjóðkirkj­an hef­ur nátt­úr­lega al­veg sér­stök tengsl við rík­is­valdið, “ seg­ir Hjalti.

Eins og fyrr seg­ir er fjallað um þjóðkirkj­una í stjórn­ar­skránni en einnig eru sér­lög um hana. Á grund­velli þess­ara laga hef­ur Alþingi mikið um hana að segja að mati Hjalta og þannig er hún mun tengd­ari rík­is­vald­inu en önn­ur trú­fé­lög í land­inu.

Hjalti Hugason prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.
Hjalti Huga­son pró­fess­or í guðfræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/​Margtét Þóra Þórs­dótt­ir

„Það verður að horf­ast í augu við það að rík­is­valdið gerði þetta sjálft“

Hjalti seg­ir mikla teygju vera í kerf­inu að því leyti að kirkj­an get­ur haldið áfram að vaxa frá rík­inu án þess að form­leg­ur aðskilnaður verði. Hann seg­ist aðeins sjá eitt vanda­mál hvað varðar aðskilnað rík­is og kirkju, það eru fjár­mál­in.

„Það sem er flókið við aðskilnaðinn eru fjár­mál­in því flest­ar kirkj­ur hafa haldið eign­um sín­um og sjálf­stæðum tekju­stofn­um. Íslenska kirkj­an, af ýms­um ástæðum, af­henti rík­inu þess­ar svo­kölluðu kirkjuj­arðir og sókn­ar­gjöld­in sem voru sjálf­stæður tekju­stofn voru byggð inn í skatt­kerfið.

Þetta er það mót­sagna­kennda í þró­un­inni hér, að þegar verið var að aðgreina kirkju og ríki stofnana­lega, þá var fjár­hag­ur þess­ara fyr­ir­bæra fléttaður sam­an. Við aðskilnað yrði raun­veru­lega að velta því upp hvernig þess­ari aðskildu kirkju yrði tryggður ein­hver viðun­andi tekju­stofn eft­ir að ríkið hef­ur með þess­um hætti blandað sér inn í fjár­mál henn­ar.

Fjármál kirkjunnar.
Fjár­mál kirkj­unn­ar.

Það er ekki bara svo að ríkið geti sagt upp kirkjuj­arðasam­komu­lag­inu og hætt að inn­heimta sókn­ar­gjöld­in, held­ur má segja að með þessu sam­komu­lagi sem við höf­um gert og þess­um eign­um sem við höf­um tekið hafi ríkið bakað sér siðferðis­lega ábyrgð á þann hátt að það verður eitt­hvað að koma í staðinn. Það er stærsta spurn­ing­in. Það er eig­in­lega eina vanda­málið sem ég sé í þessu.

Ég sé í raun­inni eng­in vanda­mál við aðskilnað rík­is og kirkju nema á þessu fjár­hags­lega sviði og þar verðum við að horf­ast í augu við það að rík­is­valdið gerði þetta sjálft. Þetta var allt gert með lög­um og samþykkt­um á Alþingi og ef það á að fara út úr þessu þá verður bara ein­hvern veg­inn að gera dæmið upp á al­gjör­lega nýj­an hátt,“ seg­ir Hjalti.

Hjalti seg­ist hafa ákveðið að mynda sér ekki skoðun á því hvort komið sé að aðskilnaði. Hann vill held­ur fylgj­ast með og sjá hvað ger­ist.

Nán­ar er fjallað um aðskilnað rík­is og kirkju í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Þetta er önn­ur grein af þrem­ur um þjóðkirkj­una sem birt­ist í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Grein­arn­ar eru meist­ara­verk­efni í blaða- og frétta­mennsku við Há­skóla Íslands. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert