Fagnar lífsmarki FME

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, undrast viðbragðshraða Fjármálaeftirlitsins.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, undrast viðbragðshraða Fjármálaeftirlitsins. Hanna Andrésdóttir

„Ég undr­ast þenn­an mikla viðbragðshraða miðað við margt annað sem hef­ur verið í gangi í okk­ar sam­fé­lagi, sér­stak­lega hvað varðar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna,“ svar­ar Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, er leitað er viðbragða við því að Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hafi til skoðunar ákvörðun full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna (LV).

Spurður hvað hann telji liggja að baki meint­um viðbragðshraða FME svar­ar Ragn­ar Þór: „Ég ætla ekki að draga nein­ar álykt­an­ir af því, en ég fagna því að það sé eitt­hvert lífs­mark þar að finna.“

„Við fór­um í þetta að mjög íhuguðu máli,“ seg­ir formaður­inn. Þá seg­ir hann að aðgerðin sé lög­mæt og að fé­lagið hafi ráðfært sig við lög­fræðinga VR.

Hann bend­ir á að fé­lagið hafi fengið í hend­ur grein­ar­gerð frá stjórn LV til þess að skýra ákvörðun stjórn­ar­inn­ar um að af­tengja vexti á verðtryggðum lán­um með breyti­leg­um vöxt­um frá ákveðnum skulda­bréfa­flokki og hækka vext­ina, en sú ákvörðun varð til þess að ákveðið var að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­mann­anna.

„Við gerðum at­huga­semd­ir við þess­ar skýr­ing­ar, fannst þessi rök þeirra ekki stand­ast neina skoðun og voru ekki full­nægj­andi skýr­ing á því að sjóður­inn hafi ákveðið að fara þessa leið.“

„Nú er það líka hlut­verk FME að verja hag neyt­enda, það er lög­bundið hlut­verk þeirra,“ seg­ir Ragn­ar Þór og kveðst hafa vitn­eskju um að ein­stak­ling­ar hafi kvartað til Neyt­enda­stofu vegna vaxta­hækk­un­ar­ákvörðunar stjórn­ar LV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert