„Hér verður ekki herseta á nýjan leik“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum á norðurslóðum. Ljóst sé þó að Ísland sé ekki á leiðinni út úr NATO í þessari ríkisstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hef­ur legið fyr­ir tölu­vert lengi, al­veg frá því 2016, þegar ís­lensk stjórn­völd og banda­rísk skrifuðu und­ir sam­komu­lag um aukna viðveru Banda­ríkja­manna og síðan frá 2017 þegar tekn­ar voru ákv­arðanir um viðhalds­fram­kvæmd­ir í Kefla­vík,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um áform Banda­ríkja­hers um stór­aukna upp­bygg­ingu sem fyr­ir­huguð er á veg­um hers­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Að því er seg­ir á vef RÚV, sem fjallað hef­ur um málið að und­an­förnu, er um að ræða fyrstu upp­bygg­ing­araðgerðir á veg­um Banda­ríkja­hers á ís­lenskri grundu frá því að herliðið yf­ir­gaf landið árið 2006. Fyr­ir­huguð er meiri hátt­ar upp­bygg­ing, þar sem meðal ann­ars verður sett upp stækkað flug­hlað og einnig byggð upp fær­an­leg aðstaða fyr­ir her­menn. Deili­skipu­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli er í vinnslu.

Í breyttri fjár­mála­áætl­un sem samþykkt var á Alþingi rétt fyr­ir sum­ar­frí var kveðið á um að 300 millj­ón­um yrði varið í upp­bygg­ingu á innviðum í tengsl­um við skuld­bind­ing­ar Íslend­inga í Atlants­hafs­banda­lag­inu. Sú fjár­hæð á að verða eins kon­ar mót­fram­lag við upp­bygg­ingu Banda­ríkja­manna hér á landi. Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, sátu hjá við af­greiðslu þess hluta fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar en samþykktu síðan áætl­un­ina sem heild.

Auk­in hernaðar­um­svif ættu að vera Íslend­ing­um áhyggju­efni

Katrín hef­ur áhyggj­ur af aukn­um hernaðar­um­svif­um á norður­slóðum, eins og hún ræðir hér í sam­tali við mbl.is.

Hef­urðu áhyggj­ur af því að þetta muni auka sýni­leika hers hér á landi?

„Það er öll­um kunn­ugt um af­stöðu mina og míns flokks í því. Við erum ein flokka and­stæð veru okk­ar í Atlants­hafs­banda­lag­inu og studd­um ein­mitt ekki þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland af þeim sök­um. Auðvitað er það þó svo að hún er ákveðin með lýðræðis­leg­um hætti á Alþingi og hluti af henni eru meðal ann­ars aðild­in að Atlants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in,“ seg­ir Katrín.

„Við ákváðum þó þegar við fór­um í þessa rík­is­stjórn að við mynd­um fylgja þess­ari stefnu. Það ligg­ur hins veg­ar fyr­ir að hér verður ekki her­seta á nýj­an leik, þrátt fyr­ir auk­in um­svif nú“ seg­ir hún.

Þó að fær­an­leg her­stöð, sem hef­ur verið rædd í þessu sam­hengi, verði ekki staðsett hér á landi með bein­um hætti, þá ger­ir fyr­ir­huguð upp­bygg­ing henni að ein­hverju leyti kleift að starfa.

„Her­stöðin verður ekki staðsett hér á landi en það ligg­ur fyr­ir að Banda­rík­in eru með víðtæka upp­bygg­ingu víðar í Evr­ópu um þess­ar mund­ir,“ seg­ir Katrín.

Vek­ur það þér ekki ugg í brjósti?

„Auk­in hernaðar­um­svif í Norður­höf­um ættu auðvitað að vera okk­ur Íslend­ing­um áhyggju­efni, ekki síst ef þau fær­ast yfir á norður­slóðir, þar sem hef­ur ríkt ákveðinn skiln­ing­ur á því að hernaðar­um­svif eigi að vera í lág­marki. En ég tel ein­mitt mik­il­vægt að við auk­um op­in­bera umræðu um ör­ygg­is- og varn­ar­mál al­mennt og ræðum þessa þróun. Við Íslend­ing­ar hljót­um að hafa áhyggj­ur af þess­ari þróun,“ seg­ir Katrín.

Reyn­ist þér erfitt flokks þíns vegna að standa við svona skuld­bind­ing­ar, meðal ann­ars vegna óánægju í gras­rót­inni?

„Það lá al­veg fyr­ir þegar við fór­um inn í þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf að úr­sögn úr NATO væri ekki á dag­skrá, ekki frek­ar en síðast þegar við fór­um inn. Þannig að all­ir gengu með opin aug­un inn í það,“ seg­ir Katrín.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sat hjá í atkvæðagreiðslu um …
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG, sat hjá í at­kvæðagreiðslu um þann hluta fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar sem laut að út­gjöld­um rík­is­sjóðs sem færu í að upp­fylla skuld­bind­ing­ar lands­ins við NATO. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir og Andrés Ingi Jóns­son þing­menn Vinstri grænna tóku séraf­stöðu í mál­inu. Virðir þú þeirra ákvörðun?

„Þau studdu nú fjár­mála­áætl­un­ina sem heild,“ seg­ir Katrín en Andrés og Rósa Björk gerðu at­huga­semd­ir við ákveðnar til­lög­ur í fjár­mála­áætl­un­inni, þó að á end­an­um hafi þau greitt at­kvæði með áætl­un­inni í heild, þar sem meðal ann­ars var kveðið á um að 300 millj­ón­um yrði varið í upp­bygg­ingu innviða hér á landi vegna skuld­bind­inga Íslands í Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Sérðu á eft­ir því að þess­ir fjár­mun­ir fari í þetta frek­ar en aðra mála­flokka, eins og þró­un­ar­sam­vinnu?

„Þó að þetta komi svona út, ligg­ur það fyr­ir og kem­ur fram í meiri­hluta­áliti fjár­laga­nefnd­ar að okk­ar fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu miðast við hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Þau fram­lög hafa verið ákvörðuð í þró­un­ar­sam­vinnu á Alþingi og verða upp­færð í takt við hana,“ seg­ir Katrín.

All­ir sátt­mál­ar um kjarn­orku­af­vopn­un í upp­námi

Hvað held­urðu að áform Banda­ríkja­hers um aukna upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli muni hafa í för með sér? Hvað þýðir þetta?

„Eins og ég hef sagt finnst mér mik­il­vægt að auka op­in­bera umræðu um þetta mál. Það hef­ur komið fram að viðvera her­manna hef­ur auk­ist hér á landi. Það er ekki eins og hér séu ekki þegar mann­virki og tölu­verð viðvera her­manna. Hún hef­ur verið mjög mik­il síðustu tvö ár. Þess vegna segi ég að það er mjög brýnt að við auk­um umræðu um þessi mál á op­in­ber­um vett­vangi, enda um­hugs­un­ar­efni fyr­ir okk­ur, sem erum staðsett hér á Norður-Atlants­hafi, þessi auknu hernaðar­um­svif,“ seg­ir Katrín.

Af hverju tel­urðu að Banda­rík­in séu að styrkja stöðu sína enn frek­ar?

„Það ligg­ur fyr­ir á síðasta NATO-fundi sem ég sat síðasta sum­ar var rík áhersla Banda­ríkja­manna á að auka fram­lög, ekki aðeins sín held­ur einnig annarra ríkja, til þess­ara mála. Það er þá greini­lega vax­andi áhuga á Norður­höf­um af þeirra hálfu,“ seg­ir Katrín. Rúss­ar hafa þar verið að sækja í sig veðrið.

„Sú staða er komin upp að nánast allir sáttmálar um …
„Sú staða er kom­in upp að nán­ast all­ir sátt­mál­ar um kjarn­orku­af­vopn­un eru í upp­námi,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir en það mál ræddi hún við Jens Stolten­berg fram­kvæmda­stjóra NATO á fundi þeirra í ráðherra­bú­staðnum ís­lenska fyrr í mánuðinum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvað rædduð þið Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, í þess­um efn­um?

„Ég hef rætt þessi mál við Stolten­berg og ég og Mike Pom­peo ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna rædd­um þetta einnig. Þar lýsti ég þeirri skoðun ís­lenskra stjórn­valda að það væri mik­il­vægt að halda norður­slóðum sem eins friðsam­legu svæði og unnt væri. Við vild­um sporna gegn víg­væðingu á því svæði. Síðan rædd­um við kjarn­orku­af­vopn­un sér­stak­lega og við Stolten­berg rædd­um þau mál einnig, þar sem sú staða er kom­in upp að nán­ast all­ir sátt­mál­ar um kjarn­orku­af­vopn­un eru í upp­námi. Það eru sann­ar­lega blik­ur á lofti þegar kem­ur að því,“ seg­ir Katrín.

„Grund­vall­ar­stefna ís­lenskra stjórn­valda er að leita friðsam­legra lausna. Það er alltaf það sem við höld­um á lofti í okk­ar öll­um sam­skipt­um,“ seg­ir Katrín loks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert