Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er ein tveggja fulltrúa …
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er ein tveggja fulltrúa Íslands á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Eggert Jóhannesson

Rúss­um hef­ur verið veitt full aðild á ný að þingi Evr­ópuráðsins. 190 þing­menn frá öll­um lönd­um Evr­ópu sitja á þing­inu og greiddu 118 at­kvæði með til­lög­unni, þar á meðal báðir full­trú­ar Íslands, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir Pírati og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna. Meiri­hluti var fyr­ir ákvörðun­inni hjá flest­um ríkj­um, en andstaða áber­andi meðal ríkja sem áður voru und­ir hæl Sov­ét­ríkj­anna, auk Breta og Svía.

Rúss­ar voru svipt­ir kosn­inga­rétti sín­um á þingi Evr­ópuráðsins árið 2014 og ákvað ríkið í kjöl­farið að sniðganga fundi þings­ins. Frá ár­inu 2017 hef­ur ríkið neitað að greiða ár­legt fram­lag sitt til ráðsins, sem hljóðar upp á 33 millj­ón­ir evra, um 7% af heild­ar­fram­lög­um ráðsins. Þá höfðu rúss­nesk stjórn­völd hótað að segja sig úr Evr­ópuráðinu, og með því Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, ef kosn­inga­rétt­ur rúss­neskra þing­manna yrði ekki end­ur­reist­ur.

Mik­il­vægt að tryggja mann­rétt­indi íbúa

Rósa Björk er formaður Íslands­deild­ar og auk þess vara­for­seti þings Evr­ópuráðsins. Hún seg­ir ákvörðun­ina um að veita full­trú­um Rúss­lands at­kvæðis­rétt á ný vera tekna vegna þess hve mik­il­vægt er að fá Rússa aft­ur að borðinu, einkum með hliðsjón af mann­rétt­ind­um íbúa.

Samkomusalur Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segoist vonsvikinn …
Sam­komu­sal­ur Evr­ópuráðsþings­ins í Strass­borg. Volody­myr Zelen­sky, for­seti Úkraínu, segoist von­svik­inn með ákvörðun ráðsins að veita Rúss­um fulla aðild að fund­um þess á ný. AFP

Und­an­far­in ár hafi ríkið til að mynda neitað Evr­ópuráðinu að starfa í Rússlandi og sinna þar kosn­inga­eft­ir­liti og fleiru. Slíkt sé baga­legt fyr­ir íbú­ana. Í morg­un hafi ríkið þó skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að ríkið hygg­ist standa við öll gildi ráðsins og skuld­bind­ing­ar sem eru innifald­ar í því að vera meðlim­ur Evr­ópuráðsins. Rúss­ar höfðu áður hótað því, óbeint í það minnsta, að segja sig úr Evr­ópuráðinu ef ekki þing­mönn­um þeirra yrði ekki veitt­ur at­kvæðis­rétt­ur á ný, þó Rósa vilji ekki kann­ast við þær hót­an­ir og neiti því að Evr­ópu­ríki séu með þessu að lúffa fyr­ir rík­inu.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu er ein stofn­ana Evr­ópuráðsins og bend­ir Rósa á að Rúss­land sé, ásamt Tyrklandi, það ríki sem flest­ir úr­sk­urðir dóm­stóls­ins varði. Mörg mál frá íbú­um lands­ins gegn rúss­nesk­um stjórn­völd­um séu rek­in fyr­ir dómn­um, og nauðsyn­legt sé að verja þann rétt íbú­anna til að gæta mann­rétt­inda sinna.

Úkraínsk­ir þing­menn, sem eiga sæti í ráðinu, gengu út af fund­in­um í morg­un í mót­mæla­skyni. Volody­myr Zelenskiy, ný­kjör­inn for­seti Úkraínu, lýs­ir á Face­book-síðu sinni von­brigðum með ákvörðun­ina og seg­ist hafa setið einka­fundi með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara og Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, þar sem hann reyndi að tala um fyr­ir þeim.

Er þetta í fyrsta sinn sem refsiaðgerðir, sem Evr­ópu­ríki hafa beitt Rúss­land und­an­far­in ár eft­ir ólög­lega inn­limun Krímskaga, eru aft­ur­kallaðar. Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að aðgerðinni sé ætlað að „tryggja rétt­indi og skyld­ur aðild­ar­ríkja til þátt­töku í stofn­un­um Evr­ópuráðsins“.

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafa þó ít­rekað að þessi ákvörðun feli ekki í sér að efna­hags­leg­ar þving­un­araðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Íslend­ing­ar taka þátt í, verði aft­ur­kallaðar.

47 ríki eiga aðild að Evr­ópuráðinu, öll ríki álf­unn­ar nema Vatíkanið og Hvíta-Rúss­land en síðar­nefnda ríkið hef­ur ekki leyfi til aðild­ar þar sem dauðarefs­ing­ar eru þar í lýði og brjóta þær í bága við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert