Mótorhjólum ekið utan vega

Förin eftir utanvegaaksturinn sjást greinilega.
Förin eftir utanvegaaksturinn sjást greinilega. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

„Þetta er ofsa­lega sorg­legt,“ seg­ir land­vörður í sam­tali við mbl.is. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur til­kynnt ut­an­vega­akst­ur á jarðhita­svæðinu við Sog­in í vest­ur­jaðri Reykja­nes­fólkvangs til lög­reglu. Land­vörður kom auga á för­in 9. júní og kæra var send fimm dög­um síðar.

Fyrst var greint frá mál­inu á vef RÚV.

Ekki er vitað hversu göm­ul för­in eru en land­vörður tel­ur að þau hafi verið frek­ar ný­leg þegar fyrst var komið auga á þau 9. júní.

För­in eru eft­ir þrjú mótor­hjól og eitt fjór­hjól. För­in eft­ir mótor­hjól­in eru eldri og því ekki hægt að úti­loka að um sitt hvorn dag­inn sé að ræða.

Svæðið er þakið hver­a­leir en ekið var í blaut­um lækj­ar­far­vegi og upp hlíðar með mosa. Hægt verður að laga eitt­hvað með hrífu og seg­ir land­vörður að auðvitað verði að laga þetta, ann­ars muni fleiri feta í för­in.

Líklega var ekið utanvegar rétt fyrir hvítasunnuhelgi.
Lík­lega var ekið ut­an­veg­ar rétt fyr­ir hvíta­sunnu­helgi. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un
Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert