Hringbraut 79 verður íbúðakjarni

Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um …
Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um forgangsröðun á uppbyggingu og eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt kaup borg­ar­inn­ar á Hring­braut 79 en þar verður íbúðakjarni fyr­ir fatlað fólk.

Hring­braut 79 sam­an­stend­ur af tveim­ur íbúðum ásamt tvö­föld­um bíl­skúr. Íbúðirn­ar skipt­ast í 7 íbúðaein­ing­ar, sem all­ar eru með sér eld­hús­inn­rétt­ingu og baðher­bergi. Með hús­inu fylg­ir hús­búnaður, að því er borg­in grein­ir frá í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir, að kaup­in séu liður í samþykki borg­ar­ráðs í janú­ar 2019 um for­gangs­röðun á upp­bygg­ingu og/​eða kaup­um á hús­næði fyr­ir íbúðakjarna fyr­ir kon­ur með geðfötl­un og fjölþætt­an vanda.

„Hlut­verk kjarn­ans er að veita þeim aðstoð til að eiga sjálf­stætt og inni­halds­ríkt líf inn­an og utan heim­ils með því að mæta þörf­um þeirra á heild­stæðan og ein­stak­lings­miðaðan hátt með áherslu á sjálf­stætt líf og vald­efl­andi stuðning. 

Húsið er sam­tals 395,3 fer­metr­ar að stærð og verður fram­leigt til vel­ferðasviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á næstu dög­um verður aug­lýst eft­ir for­stöðumanni og í kjöl­far þess eft­ir öðru starfs­fólki en í kjarn­an­um verður sól­ar­hringsþjón­usta. Áætlað er að starf­semi hefj­ist í hús­inu síðla næsta haust,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert