Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

Hvalárvirkjun er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum en uppi …
Hvalárvirkjun er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum en uppi eru hugmyndir um að virkja rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvindafjarðarár á Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/Golli

Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað.  Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. 

Jafnframt er biðlað til hreppsnefndar Árneshrepps að taka til skoðunar friðlýsingu á óbyggðum víðernum á skipulagssvæði hreppsins í stað Hvalárvirkjunar. 

Vest­ur­Verk hyggst reisa Hvalár­virkj­un á Ófeigs­fjarðar­heiði með því að byggja stífl­ur við fimm fjalla­vötn. Land­eig­end­ur segja Vest­ur­verk og Árnes­hrepp­ hafa notað röng landa­merki við skipu­lagn­ingu Hvalár­virkj­un­ar, en þing­lýst landa­merkja­bréf frá 1890 staðfest­ir að vatna­svið Ey­vind­ar­fjarðar­vatns sé inn­an Dranga­vík­ur. Þá hafa land­eig­end­ur ekki veitt heim­ild fyr­ir virkj­ana­fram­kvæmd­um á jörðinni. 

Vest­ur­Verk seg­ist hins vegar ekki hafa fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um að landa­merki í Ófeigs­firði séu með þeim hætti sem land­eig­end­ur Dranga­vík­ur lýstu í kæru sinni til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála sem lögð var fram á mánudag. 

Undirskriftirnar verða afhentar umhverfisráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar í húsnæði umhverfisráðuneytisins klukkan 16:30 í dag. Undirskriftunum var safnað á heimasíðu Landverndar, og enn er hægt að skrifa undir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert