Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Mik­il tíma­mót verða á Alþingi 1. sept­em­ber nk. þegar Helgi Bernód­us­son læt­ur af starfi skrif­stofu­stjóra Alþing­is og við þessu starfi æðsta emb­ætt­is­manns þings­ins tek­ur Ragna Árna­dótt­ir, fyrst kvenna.

Embættið er að stofni til frá ár­inu 1593 þótt starfs­heitið hafi breyst síðan þá. Karl­ar, alls rúm­lega 40 tals­ins, hafa fram til þessa haft þetta starf með hönd­um og því má segja að 426 ára vígi karla sé að líða und­ir lok með komu Rögnu.

Á upp­hafs­ár­un­um voru karl­arn­ir sem starf­inu gegndu ým­ist kallaðir alþings­skrif­ar­ar eða lögþings­skrif­ar­ar. Embætti skrif­stofu­stjóra Alþing­is var gert að föstu starfi árið 1915. Síðan þá hafa fimm karl­ar gegnt því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert