Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær.

„ Við teljum að Elliðaárdalurinn sé í hættu þegar hugmyndir um að byggja 40 þúsund fm af atvinnuhúsnæði efst í dalnum er samþykkt. Á aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem þróunasvæði en ekkert í náttúrunni kallar á það. Elliðaárdalur er viðkvæmasta græna svæðið í Reykjavík með fugla og laxalíf í miðri borg,“ segir Eyþór og bendir á að New York-búar hafi ekki snert Central Park þrátt fyrir að það væri freistandi. Eyþór segir grænu svæðin í Reykjavík ekki mörg og þau verði að passa. Hann segir meirihlutann sækja að Elliðaárdalnum bæði í ósum og á jaðri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir  Eyþór málið þverpólitískt og vonast til að borgarráð samþykki ekki deiliskipulagið. Verði það gert sé eina von borgarbúa að óska eftir íbúakosningu um málið en um 20% borgarbúa, um 18.000 manns, þurfi til að knýja fram kosningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert