Segir Hæstarétt staðfesta afstöðu Landsréttar

Isavia segir að samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í máli ALC var …
Isavia segir að samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í máli ALC var Isavia heimilt að kyrrsetja flugvél ALC fyrir skuldum WOW air mbl.is/Ófeigur

Isavia segir að samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í máli ALC var Isavia heimilt að kyrrsetja flugvél ALC fyrir skuldum WOW air. Isavaia telur jafnframt að Hæstiréttur „sé fyrst og fremst að bregðast við þeirri staðreynd að ALC kærði ekki úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og meðferð málsins fyrir Landsrétti eftir það.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Isavia vegna úrskurðar Hæstaréttar sem ómerkti úr­sk­urð Lands­rétt­ar sem hafnaði í síðasta mánuði kröf­um ALC um að fá af­henta farþegaþotu í eigu fyr­ir­tæk­is­ins sem WOW air hafði haft til umráða. Hæstiréttur vísaði mál­inu á ný til Lands­rétt­ar til lög­legr­ar meðferðar.

Isavia bendir á að þar sem ALC hafi ekki kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar feli það í sér að yfirlýsingu ALC um að félagið væri sammála kröfum og röksemdum Isavia. Einnig telur Isavia að dómur Hæstaréttar „staðfesti efnislega afstöðu Landsréttar til túlkunar á beitingu 136. gr. laga um loftferðir.“

Isavia ítrekar að eigandi flugvélarinnar TF-GPA, sem hefur verið kyrrsett frá falli WOW air, geti fengið hana afhenta ef skuld WOW air er greidd eða ef gild trygging er lög fyrir henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert