Vilja mastur á Vestfirði

Ísafjarðarbær.
Ísafjarðarbær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vest­ur­Verk hef­ur sótt um fram­kvæmda­leyfi til þess að setja upp allt að 80 metra hátt rann­sókn­ar­mast­ur ásamt mæl­ing­ar­búnaði við Eyr­ar­fjall.  Skipu­lags- og mann­virkja­nefnd Ísa­fjarðarbæj­ar frestaði af­greiðslu er­ind­is­ins. 

Vest­ur­Verk áform­ar nú þegar að reisa Hvalár­virkj­um, en fram­kvæmd­ar­leyfi fékkst frá Árnes­hreppi fyrr í mánuðinum, áður en land­eig­end­ur í Dranga­vík kærðu leyf­is­veit­ing­una til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. 

Í um­sókn Vest­ur­Verks seg­ir að til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar sé að auka þekk­ingu á aðstæðum á svæðinu til að skapa grund­völl fyr­ir áætlana­gerð á mati á fýsi­leika vindorku­vers. 

Um er að ræða grind­ar- eða túbumast­ur sem er stagað niður með vír­um í steypta und­ir­stöðu eða jarðakk­eri. 

Vest­ur­Verk seg­ir í um­sókn sinni að allt að 80 metra hátt rann­sókn­ar­mast­ur sem reist er tíma­bundið á til­greindu svæði á Eyr­ar­fjalli sé ekki talið hafa áhrif á nær­liggj­andi svæði. Ef að til vind­nýt­ing­ar kæmi sé það ekki held­ur talið hafa um­svifa­mik­il áhrif á aðra starf­semi í framtíðinni. Beisl­un vindorku sé þó ný á Íslandi og því sé mik­il­vægt að velta fyr­ir sér bæði kost­um og göll­um. 

Þá til­grein­ir Vest­ur­Verk bæði kosti og galla vind­mylla í um­sókn­inni. Á meðal galla eru áhrif á lands­lagið, sjón- og hljóðmeng­un, skugga­flökt og áhrif á dýra­líf. 

Þá eru fjöl­nýt­ing lands, end­ur­bætt­ir raf­orku innviðir, raf­orku­ör­yggi og frek­ari upp­bygg­ing á meðal þeirra kosta sem nefnd­ir eru. 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert