Forsætisráðherra hefur skipað nýja nefnd um aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs, en sú vísitala hefur meðal annars áhrif á verðtryggð húsnæðislán. Verkefni nefndarinnar er að skoða aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leita álits erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðislið vísitölunnar tekin til athugunar auk svokallaðs vísitölubjaga.
Nefndin er skipuð 10 manns, en þau eru:
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að nefndin sé skipuð í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar frá 3. apríl á þessu ári.