Fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra dómsmála, segist lengi hafa verið …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra dómsmála, segist lengi hafa verið á þeirri skoðun að fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaga, þegar komi að börnum. mbl.is/Eggert

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráðherra dóms­mála seg­ir á Face­book-síðu sinni að hún hafi lengi talið að „fara þurfi sér­stak­lega yfir fram­kvæmd“ út­lend­ingalag­anna sem voru samþykkt á Alþingi 2016, þegar kem­ur að börn­um.

„Fram­kvæmd­in þarf að fullu að sam­ræm­ast anda lag­anna – sem er mannúð og að taka skuli sér­stakt til­lit til barna,“ skrif­ar ráðherr­ann, en seg­ir jafn­framt að hún geti ekki tjáð sig um mál­efni af­gönsku fjöl­skyldn­anna tveggja sem til stend­ur að senda úr landi til Grikk­lands eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi var hafnað.

Ráðherra seg­ir að til þess að tryggja jafn­ræði hafi hún ekki heim­ild til þess að „stíga inn í ein­stök mál“. Hún grein­ir frá því að í síðustu viku hafi farið fram ráðherra­fund­ur um út­lend­inga­mál.

„Á þeim fundi sátu auk for­sæt­is­ráðherra, ég sem dóms­málaráðherra, fé­lags- og barna­málaráðherra, full­trúi heil­brigðisráðherra, mennta­málaráðherra og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Þetta sýn­ir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýn­ir að við verðum að taka með heild­stæðari hætti á þeim.

Til­efni fund­ar­ins var meðal ann­ars sú fyr­ir­ætl­an okk­ar að end­ur­hugsa þver­póli­tísku út­lend­inga­nefnd­ina sem sett var á lagg­irn­ar árið 2014, til dæm­is með því að bæta inn í hana full­trúa barna­málaráðherra og end­ur­skoða al­mennt hlut­verk henn­ar. Út frá þessu höf­um við rætt að rýna ákveðna þætti bet­ur,“ skrif­ar Þór­dís Kol­brún.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert