Allir sýknaðir í CLN-máli

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson.
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. mbl

Þrír fyrr­ver­andi stjórn­end­ur Kaupþings voru í dag sýknaðir í annað skiptið í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í CLN-mál­inu svo­kallaða, en það hef­ur einnig verið nefnt Chesterfield-málið. Þetta staðfest­ir Hörður Fel­ix Harðar­son, verj­andi Hreiðars Más Sig­urðsson­ar. Áður hafði Hæstirétt­ur ógilt niður­stöðuna og sent í hérað að nýju vegna nýrra upp­lýs­inga sem komu fram varðandi greiðslu frá Deutsche bank upp á stór­an hluta þeirra fjár­muna sem talið var að hefðu glat­ast.

Stjórn­end­urn­ir þrír eru þeir Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, og Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg. Rík­inu var gert að greiða sam­tals 13,1 millj­ón í máls­kostnað í þetta skipti.

Málið er eitt af svo­kölluðum hrun­mál­um, en í því voru stjórn­end­ur Kaupþings ákærðir fyr­ir umboðssvik með því að hafa lánað 508 millj­ón­ir evra frá ág­úst til októ­ber 2008 til tveggja fé­laga sem keyptu láns­hæfistengd skulda­bréf af Deutsche bank sem tengd voru skulda­trygg­inga­álagi Kaupþings. Sagði sak­sókn­ari að mark­miðið hefði verið að lækka skulda­trygg­inga­álag bank­ans.

Málið hef­ur farið fram og aft­ur í dóms­kerf­inu, en þegar það var tekið fyr­ir fyrst í héraðsdómi voru all­ir hinna ákærðu sýknaðir. Var mál­inu áfrýjað til Hæsta­rétt­ar, en áður en það var tekið fyr­ir þar komu fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar um að Deutsche bank hefði greitt þrota­búi Kaupþings stór­an hluta upp­hæðar­inn­ar, eða 425 millj­ón­ir evra.

Þar sem ástæður greiðslunn­ar lágu ekki fyr­ir taldi Hæstirétt­ur að rann­saka þyrfti þessi atriði bet­ur þar sem það gæti haft þýðingu við mat á því hvort skil­yrðum umboðssvika væri full­nægt við ákvörðun um refsi­hæð ef skil­yrði fyr­ir sak­fell­ingu yrðu tal­in fyr­ir hendi. Var sýknu­dóm­ur­inn og meðferð máls­ins í héraði því ómerkt og mál­inu vísað heim í hérað til lög­legr­ar meðferðar á ný. Hóf ákæru­valdið því rann­sókn á mál­inu að nýju með það fyr­ir aug­um að fá glögga mynd af ástæðum þess að Deutsche bank greiddi þess­ar upp­hæðir til Kaupþings og fé­lag­anna tveggja.

Niðurstaða héraðsdóms þegar málið var aft­ur komið þangað á borð í fyrra var hins veg­ar að ákæru­valdið hefði ekki rann­sakað sem skyldi þau atriði sem Hæstirétt­ur taldi að rann­saka þyrfti. Var mál­inu því vísað frá héraðsdómi, en ákæru­valdið kærði þá niður­stöðu til Lands­rétt­ar.

Lands­rétt­ur úr­sk­urðaði svo um að héraðsdómi bæri að taka málið fyr­ir efn­is­lega og er meðal ann­ars vísað til þess að ákæru­valdið telji ekki að sam­komu­lagið um greiðslurn­ar frá Deutsche bank hafi þýðingu fyr­ir grund­völl máls­ins né við mat á því hvort skil­yrði umboðssvika séu upp­fyllt.

Frá­vís­un­ar­kröf­ur í sjö töluliðum

All­ir ákærðu í mál­inu kröfðust þess aðallega að mál­inu yrði vísað frá dómi og ástæður fyr­ir frá­vís­un­ar­kröf­un­um voru tald­ar upp í sex töluliðum. Töldu þeir meðal ann­ars að með stofn­un embætt­is sér­staks sak­sókn­ara hafi verið vikið frá al­mennri skip­an mála við saka­mál­a­rann­sókn og hafi það meðal ann­ars verið gert til að sefa reiði al­menn­ings. Það hafi leitt til þess að álag hafi skap­ast á sak­sókn­ara­embættið sem það hafi ekki risið und­ir og ákærðu hefðu mátt gjalda þess.

Í öðrum og þriðja tölulið var því haldið fram að af­skipti ráðamanna af hrun­mál­un­um og um­fjöll­un fjöl­miðla hafi verið svo óvæg­in og mik­il að ákærðu hefðu ekki notið stjórn­ar­skrár­bund­ins rétts til að vera tald­ir sak­laus­ir uns sekt væri sönnuð auk þess sem ákæru­valdið hefði ekki gætt hlut­lægn­is­skyldu við rann­sókn og meðferð máls­ins.

Einnig fundu þeir að því að sím­töl milli ákærðu og verj­enda hafi verið hleruð og þeim ekki eytt, brotið hefði verið gegn rétti þeirra til að fá aðgang að gögn­um máls­ins og loks að ákærðu hafi mátt sæta því að fleiri um­fangs­mik­il saka­mál hafi verið rek­in sam­tím­is á hend­ur þeim sem sé and­stætt ákvæðum saka­mála­laga og hafi valdið þeim erfiðleik­um að hafa yf­ir­lit yfir mál­in á hend­ur þeim og halda uppi vörn­um.

Dóm­ur­inn taldi ekki til­efni til að vísa mál­inu frá dómi á þess­um for­send­um og vísaði meðal ann­ars til dóma­for­dæma. Hann taldi ekki slíka ágalla á málsmeðferð ákæru­valds­ins að þeir rétt­lættu frá­vís­un.

Ákærði Magnús byggði frá­vís­un­ar­kröfu einnig á því að ákær­an á hend­ur hon­um væri svo van­reifuð að það bryti í bága við ákvæði saka­mála­laga. Í henni hafi ekki verið út­skýrt hvernig Magnús hefði lagt á ráðin um lán­veit­ing­arn­ar eða hvatt til þeirra að öðru leyti. Þá hafi í ákær­unni ekki verið að finna rök­semd þess efn­is að hann hafi mátt vita að lán­in væru veitt án trygg­inga eða að hon­um hafi verið ljóst að Hreiðar Már og Sig­urður hefðu ekki heim­ild til lán­veit­ing­anna. Þá hafi ekki verið sýnt fram á auðgun­ar­ásetn­ing hans.

Í dóm­in­um er það viður­kennt að ákær­an hefði mátt vera skýr­ari um þátt Magnús­ar í mál­inu en þó var hún ekki tal­in svo óskýr að hon­um væri ómögu­legt að halda uppi vörn­um. Var þeirri kröfu um frá­vís­un því einnig synjað.

Ásetn­ing­ur til að lækka skulda­trygg­inga­álag en ekki til auðgun­ar

Í niður­stöðukafla dóms­ins er það sagt ágrein­ings­laust að Kaupþing banki hafi lánað þeim fé­lög­um, sem nefnd eru í ákær­unni, þær fjár­hæðir sem þar eru til­greind­ar og í ákær­unni sé fer­ill lán­anna rak­inn. Því næst seg­ir:

„Maður verður ekki sak­felld­ur fyr­ir umboðssvik nema hann hafi framið brotið af auðgun­ar­ásetn­ingi [...]. Eins og rakið hef­ur verið voru lán­in, sem ákært er út af, veitt til að kaupa skulda­bréf af Deutsche Bank, en al­kunna er að hann er í hópi stærstu og traust­ustu fjár­mála­fyr­ir­tækja heims.“

„Þá er einnig komið fram að kaup­in á skulda­bréf­un­um, að und­ir­lagi Kaupþings á Íslandi og sam­kvæmt ráðlegg­ing­um Deutsche Bank, hafi verið til þess að reyna að lækka skulda­trygg­inga­álag Kaupþings. Með öðrum orðum stóð ásetn­ing­ur ákærðu, Hreiðars Más og Sig­urðar, með þess­um viðskipt­um til að hafa áhrif á skulda­trygg­inga­álag Kaupþings til lækk­un­ar. Það er hins veg­ar ekki ákæru­efni máls­ins.“

Var það því niðurstaða dóms­ins að ósannað væri að ásetn­ing­ur ákærðu, Hreiðars Más og Sig­urðar, hafi staðið til þess að mis­nota aðstöðu sína í auðgun­ar­skyni með því að veita lán þau sem rak­in voru í ákær­unni.

„Af fram­an­greindri niður­stöðu leiðir einnig að sýkna ber ákærða Magnús af ákæru fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um. Ákærðu verða því sýknaðir,“ seg­ir í dóm­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka