„Þetta er fordæmalaust mál. FME tekur það fyrir og það er alveg ljóst að FME lítur þetta þeim augum að það þurfi almennt að rýna í samþykktirnar og fara yfir það hvernig best sé að sjálfstæði stjórnarmanna sé tryggt.“
Þetta segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um nýtt álit Fjármálaeftirlitsins (FME) á þeirri ákvörðun fulltrúaráðs VR að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Að sögn hennar munu landssamtökin láta sig þetta mál varða. „Nú verður yfirfarið hvernig staðan er hjá öðrum sjóðum, hvernig sé rétt að fara með mál þannig að það sé alveg tryggt að stjórnir sjóða séu alveg sjálfstæðar í sínum störfum og séu ekki beittar þrýstingi í ákveðnum málum, hvorki af tilnefningaraðila né einhverjum öðrum öflum í þjóðfélaginu.“