Vatnsmýrin mikið vandræðasvæði

Tafir eru daglegt brauð þeirra sem ferðast um í borginni.
Tafir eru daglegt brauð þeirra sem ferðast um í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­legt um­ferðaröngþveiti við Vatns­mýri í Reykja­vík neyðir Strætó til að bregðast við með því að breyta leiðakerfi sínu. Þegar mest er sitja fjór­ir vagn­ar fast­ir vegna um­ferðar­vand­ans.

Er lagt til að leið 5 hætti að keyra að Naut­hól og fari þess í stað að BSÍ. Þar geta þeir farþegar sem vilja enda í námunda við Há­skól­ann í Reykja­vík farið í ann­an vagn, leið 8, sem myndi aka á milli BSÍ og Naut­hóls.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kall­ar fram­kvæmda­stjóri Strætó eft­ir lausn­um og vill m.a. borg­ina að borðinu í þeim efn­um. Hann seg­ir þetta vera mesta vand­ræðasvæði leiðakerf­is Strætó.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert