Daglegt umferðaröngþveiti við Vatnsmýri í Reykjavík neyðir Strætó til að bregðast við með því að breyta leiðakerfi sínu. Þegar mest er sitja fjórir vagnar fastir vegna umferðarvandans.
Er lagt til að leið 5 hætti að keyra að Nauthól og fari þess í stað að BSÍ. Þar geta þeir farþegar sem vilja enda í námunda við Háskólann í Reykjavík farið í annan vagn, leið 8, sem myndi aka á milli BSÍ og Nauthóls.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kallar framkvæmdastjóri Strætó eftir lausnum og vill m.a. borgina að borðinu í þeim efnum. Hann segir þetta vera mesta vandræðasvæði leiðakerfis Strætó.