Verðmæti ríkisbanka gæti rýrnað

Svo virðist sem nær enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum.
Svo virðist sem nær enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum. Samsett mynd mbl.is

Svo virðist sem eng­inn áhugi sé á ís­lensku rík­is­bönk­un­um, Íslands­banka og Lands­banka. Þetta staðfest­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Til hef­ur staðið að selja bank­ana í nokk­ur ár, en lít­il hreyf­ing hef­ur verið á mál­inu und­an­far­in miss­eri. Að sögn Bjarna er þess beðið að til­laga um sölu bank­anna ber­ist frá Banka­sýslu rík­is­ins. Enn ból­ar ekk­ert á slíkri til­lögu, en stofn­un­in var upp­haf­lega sett á lagg­irn­ar til fimm ára fyr­ir um tíu árum.

„Við bíðum þess að það komi til­laga frá Banka­sýslu rík­is­ins um að hefja sölu­ferli bank­anna, en slík til­laga hef­ur enn ekki borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en til­lag­an hef­ur verið lögð fram. Það er erfitt að segja til um hvenær það verður,“ seg­ir Bjarni.

Spurður í Morg­un­blaðinu í dag hvort hann telji að verðmæti bank­anna geti rýrnað á næstu árum, sé litið til þró­un­ar fjár­tækni, seg­ir Bjarni að ekki sé hægt að úti­loka það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka