Tíu börn smituð af E.coli-bakteríunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hjá embætti landlæknis.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hjá embætti landlæknis. Mynd/mbl.is

Tíu börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá embætti landlæknis, í samtali við mbl.is. Börnin eru á aldrinum 5 mánaða til 12 ára.

Fyrr í dag var greint frá því að fimm börn hefðu greinst með bakteríuna um helgina til viðbótar við þau fjögur sem áður höfðu greinst fyrir helgi, en tvö af þeim voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun. Nú hefur tíunda smitið verið staðfest.

Eitt barn liggur enn inni á Barnaspítala Hringsins en það er á batavegi. Fylgst er með líðan allra barna.

Þórólfur seg­ir niður­stöðu rann­sókna á smit­valdi ekki liggja fyr­ir enn þá og að eng­in ástæða sé til þess að forðast svæðið þar sem börn­in sýkt­ust, en börn­in eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa verið í Blá­skóga­byggð á síðustu vik­um. Ein­kenni sýk­ing­ar­inn­ar geta verið allt frá því að telj­ast væg upp í al­var­leg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert