30% námslána breytt í styrk

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ekki tekið afstöðu til frumvarpsins, en …
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ekki tekið afstöðu til frumvarpsins, en lánasjóðsfulltrúi stúdenta segir þó fagnaðarefni að frumvarpið hafi nú loksins litið dagsins ljós. mbl.is/Árni Sæberg

30% náms­lána verða felld niður við náms­lok, sam­kvæmt frum­varpi um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna, sem lagt var fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda í gær. Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna er þar gefið hið nýja nafn til að end­ur­spegla styrk­inn, sem mennta­málaráðherra seg­ir vera rót­tæka breyt­ingu og mikla kjara­bót fyr­ir náms­menn.

„Það er að sjálf­sögðu gott að þetta frum­varp hafi loks­ins litið dags­ins ljós,“ seg­ir Marinó Örn Ólafs­son, lána­sjóðsfull­trúi stúd­enta í sam­tali við mbl.is. Innt­ur eft­ir af­stöðu stúd­entaráðs til inni­halds þess seg­ir hann þó ótíma­bært að full­yrða að svo stöddu. Op­inn fund­ur verði hald­inn um málið í næstu viku og mun stúd­entaráð í kjöl­farið taka af­stöðu til frum­varps­ins.

Marinó Örn Ólafsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN.
Marinó Örn Ólafs­son, full­trúi stúd­enta í stjórn LÍN. Ljós­mynd/​Aðsend

Þar sem önn­ur hönd­in gef­ur, tek­ur þó hin því viðbúið er að vext­ir verði hækkaðir á móti. Í nú­ver­andi kerfi eru vext­ir verðtryggðra náms­lána 1%, og hafa verið svo frá ár­inu 1992 en fyr­ir það báru náms­lán enga vexti.

Í frum­varp­inu, sem nú var lagt fram, er kveðið á um að vext­irn­ir taki mið af vaxta­kjör­um rík­is­ins auk vaxta­álags upp á 0,6-0,8% til að mæta af­föll­um. Miðað við nú­ver­andi vaxta­kjör rík­is­ins má gera ráð fyr­ir að þetta jafn­gildi um 1,5% verðtryggðum vöxt­um. Ljóst er að miðað við þær for­send­ur munu nýju lán­in vera náms­mönn­um hag­stæðari en þau sem nú eru, því 30% niður­fell­ing­in veg­ur mun þyngra en hin litla vaxta­aukn­ing.

Það gæti hins veg­ar breyst ef vaxta­kjör rík­is­ins versna til muna. Þannig má gera ráð fyr­ir að árið 2010, í miðri kreppu, hefðu verðtryggðir vext­irn­ir numið um 4,5% ef fyr­ir­huguð viðmið hefðu verið lögð til grund­vall­ar.

Nokkr­ar smærri breyt­ing­ar verða einnig gerðar á lána­fyr­ir­komu­lagi. Auk verðtryggðu lán­anna, sem nú eru eina valið, verður einnig boðið upp á óverðtryggð lán.

Í stað þess að end­ur­greiðsla láns hefj­ist tveim­ur árum eft­ir að námi lýk­ur, verður það einu ári eft­ir náms­lok.

Í stað tekju­teng­ing­ar end­ur­greiðslna verða lán al­mennt jafn­greiðslu­lán, líkt og hefðbund­in hús­næðislán. Lán­tak­end­um, sem eru 35 ára eða yngri þegar námi lýk­ur og á verðtryggðum lán­um, gefst þó kost­ur á að velja tekju­tengd­ar af­borg­an­ir.

Ólíkt gömlu lögunum, þar sem vaxtakjör eru ekki tilgreind nákvæmlega, …
Ólíkt gömlu lög­un­um, þar sem vaxta­kjör eru ekki til­greind ná­kvæm­lega, eru nýju lög­in nokkuð skýr. Vext­ir skulu miðast við lægstu vexti á rík­is­skulda­bréf­um að viðbættu 0,6-0,8% álagi til að mæta af­föll­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Styrk­ur, en bara ef þú tek­ur lán

Fyr­ir­komu­lag náms­mannastuðnings á Íslandi er þannig að eng­inn stuðning­ur er veitt­ur nema þeim sem taka lán, og má segja að með því séu náms­menn hvatt­ir til skuld­setn­ing­ar eigi þeir að hafa eitt­hvað af rík­inu.

Í nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi birt­ist sá stuðning­ur einkum í af­slætti á markaðsvöxt­um, en sem fyrr seg­ir bera náms­lán um 1% verðtryggða vexti á meðan markaðsvext­ir hér á landi eru rúm 3%. Þannig geta náms­menn, sem þurfa ekki á náms­lán­um að halda til fram­færslu, í raun safnað sér upp pen­ing með því að taka náms­lán, leggja beint inn á banka­reikn­ing og hirða vaxtam­is­mun­inn.

Auk hag­stæðra lána, sem nú verða felld niður að hluta við náms­lok, bæt­ist við sam­kvæmt frum­varp­inu sér­stak­ur styrk­ur vegna fram­færslu barns, þ.e. bein pen­inga­greiðsla til þeirra sem eiga barn og upp­fylla kröf­ur um náms­fram­vindu. Skal hann vera jafn­hár barna­líf­eyri, sem í dag er 34.362 krón­ur á mánuði.

At­hygli vek­ur þó að sá styrk­ur er aðeins greidd­ur þeim sem taka náms­lán. Náms­menn sem ákveða að taka ekki náms­lán fyr­ir­gera þannig rétti sín­um til styrks­ins, líkt og hið op­in­bera sé áfjáð í að hvetja náms­menn til skuld­setn­ing­ar. 

Fyr­ir­komu­lagið hér­lend­is er því um margt ólíkt öðrum Norður­lönd­um þar sem náms­menn fá, auk hag­stæðra lána­kjara, fast­an náms­styrk sé náms­fram­vinda eðli­leg. Í Svíþjóð fá barn­laus­ir náms­menn til að mynda 3.640 sænska krón­ur (um 49 þúsund ís­lensk­ar) á mánuði í náms­styrk, og barna­fólk fær viðbót­ar­styrk. Regl­ur eru þó æði mis­mun­andi milli landa. Þannig fá náms­menn í Svíþjóð ekki styrk séu þeir eldri en 57 ára, en í Dan­mörku eru eng­in ald­urstak­mörk. Þá fá sænsk­ir nem­ar auk­inn styrk vegna barneigna, en dansk­ir náms­menn fá meira búi þeir ekki í for­eldra­hús­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert