Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu

Forstjóri Landsvirkjunar fagnar nýrri skýrslu Landsnets.
Forstjóri Landsvirkjunar fagnar nýrri skýrslu Landsnets. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Þetta snýst aðallega um að gera sér grein fyrir því hvaða þarfir samfélagið hefur og að uppfylla þær þarfir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Eins og Morgunblaðið greindi frá á mánudag kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets að líkur á aflskorti séu meiri en í fyrri útreikningum. Nefnt er að hætta sé á því einhvern tímann árið 2022 að framboð á raforku verði ekki nægilegt til að svara eftirspurn hér á landi.

Hörður kveðst fagna skýrslu Landsnets enda sé mikilvægt að sviðsmyndir séu greindar. Hann bendir á að Landsvirkjun hafi tekið í notkun tvær virkjanir á síðasta ári, Þeistareyki og Búrfell, til að mæta aukinni notkun.

Aðspurður segir Hörður að öryggi stórnotenda sé tryggt. Í þann flokk falla flest gagnaver sem sprottið hafa upp á liðnum árum eða eru í undirbúningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert