Miðbakkinn verður almannarými

Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Miðbakkinn opnar á morgun föstudag með pompi og prakt segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin og Faxaflóahafnir hafi endurheimt Miðbakkann sem almannarými en svæðið hafi á undanförnum árum verið bílastæði. Á Miðbakkanum verði nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa.

„Ungir listamenn hafa nú málað svæðið með hafsæknum myndum og hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum. Hjólabrettasvæðið er hannað í samráði við hjólabrettaiðkendur og aðila sem rekur hjólabrettaskóla í borginni,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Boðið verði upp á ýmsa viðburði á Miðbakkanum í sumar. Þar á meðal fyrstu Götubita-hátíðina á Íslandi (Street Food Festival) 19.-21. júlí. Hátíðin mun samanstanda af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verði básar fyrir „pop up“-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verði boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði.

Þá muni Reykjavíkurborg opnar á Miðbakkanum fyrsta umferðargarðinn á höfuðborgarsvæðinu sem ætlaður er ungum vegfarendum og þeirra uppalendum til að þjálfa hjólafærni.

Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka