Fasteignagjöld hafa hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á þróun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Mestar eru hækkanir á fasteignasköttum, lóðaleigu og sorphirðugjöldum.
Í tilkynningu á vef ASÍ vegna málsins segir að í mörgum tilfellum hafi fasteignagjöld hækkað um eða yfir 50% og í þónokkrum tilfellum um 70 til 100%.
Fasteignaskattur í fjölbýli og lóðaleiga í fjölbýli hækka bæði mest í Keflavík, eða um 136% og 122,4%, en í Seltjarnarnesbæ hækka fráveitugjöld í fjölbýli mest um 128,4%. Vatnsgjald hefur á tímabilinu hækkað mest í fjölbýli á Selfossi um 69,5% og sorphirðugjald um 114,2% hjá Seltjarnarnesbæ.
Hægt er að kynna sér niðurstöður úttektar verðlagseftirlits ASÍ nánar hér.