„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

Beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað og getur ALC því …
Beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað og getur ALC því byrjað að undirbúa flutning breiðþotunnar. mbl.is/Eggert

Isa­via lýs­ir furðu sinni á úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­ness frá því í dag í máli ALC gegn Isa­via þar sem dóm­ur­inn úr­sk­urðaði ALC í hag í máli vegna kyrr­setn­ing­ar Air­bus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyr­ir gjaldþrot fé­lags­ins.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Isa­via seg­ir að niðurstaða héraðsdóms sé í miklu ósam­ræmi við fyrri um­fjöll­un Lands­rétt­ar um málið. Þá tel­ur Isa­via það „veru­lega ámæl­is­vert“ að beiðni um frest­un réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjár­hags­legu hags­muna sem und­ir eru.

„Frest­un réttaráhrifa hefði haft óveru­leg áhrif á ALC en hefði tryggð eðli­lega meðferð jafn mik­ils­vægs máls fyr­ir æðra dóms­stigi.“

„Með synj­un Héraðsdóms Reykja­ness á frest­un réttaráhrifa er tak­markaður mjög mögu­leiki Isa­via til að fá end­an­leg­an úr­sk­urð fyr­ir fjöl­skipuðum dómi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni sem send var fjöl­miðlum.

Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, seg­ir í skrif­legu svari til mbl.is að Isa­via sé að fara „ít­ar­lega“ yfir stöðuna sem upp er kom­in og að for­svars­menn fé­lags­ins muni ekki tjá sig fyrr en síðar.

Upp­fært klukk­an 11:51.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka