„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

Beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað og getur ALC því …
Beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað og getur ALC því byrjað að undirbúa flutning breiðþotunnar. mbl.is/Eggert

Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins.

Í yfirlýsingu frá Isavia segir að niðurstaða héraðsdóms sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þá telur Isavia það „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru.

„Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggð eðlilega meðferð jafn mikilsvægs máls fyrir æðra dómsstigi.“

„Með synjun Héraðsdóms Reykjaness á frestun réttaráhrifa er takmarkaður mjög möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi,“ segir í yfirlýsingunni sem send var fjölmiðlum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í skriflegu svari til mbl.is að Isavia sé að fara „ítarlega“ yfir stöðuna sem upp er komin og að forsvarsmenn félagsins muni ekki tjá sig fyrr en síðar.

Uppfært klukkan 11:51.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert